
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila.
Þær starfseiningar sem mynda Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru eftirfarandi: Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri.
Á upptökusvæðinu búa um 37.000 manns og starfsmannafjöldi er rúmlega 650 talsins. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.

MANNAUÐSFULLTRÚI
Ert þú talnatýpan sem fílar útreikninga og ferla?
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa.
HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun.
Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri mannauðs
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn launavinnsla og yfirferð í Vinnustund
- Gerð ráðningasamninga
- Útreikningar á kjörum og réttindum starfsmanna skv. samningum
- Gerð vottorða
- Aðkoma að úttekt jafnlaunakerfis
- Umbætur og eftirlit með ferlum tengdum starfssviðinu
- Ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur um málefni sem snúa að launakjörum
- Aðkoma að gerð stofnanasamninga
- Önnur verkefni falin af framkvæmdastjóra mannauðs
Menntunar- og hæfniskröfur
Við leitum af einstaklingi með:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði, kostur
- Góða greiningarhæfni, nákvæmni og talnagleggni
- Góða tölvukunnáttu og tæknilæsi. Góð kunnátta í excel er skilyrði
- Ríka skipulagshæfni og getu til að forgangsraða
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt lausnamiðað hugarfar
- Frumkvæði, metnað, drifkraft og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög góða færni í íslensku og góða enskukunnáttu
- Ökuleyfi, hreint sakavottorð og gott orðspor
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hvannavellir 14, 600 Akureyri
Auðbrekka 4, 640 Húsavík
Norðurlandsvegur 1, 540 Blönduós
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Skrifstofustjóri
Starfsmannafélag Garðabæjar

Sérfræðingur í bókhaldi og launavinnslu
ICEWEAR

Bókari 60-80% starfshlutfall
ICEWEAR

Financial Controller / sérfræðingur í fjármálagreiningu
Baader Iceland

Aðalbókari
Skólamatur

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Accountant/Bókari
Alvotech hf

Finance Digital Solution Manager
Icelandair

Fjármálastjóri
Fastus

Aðalbókari óskast
Birtingahúsið

Fjármálastjóri
Umbra - þjónustumiðstöð stjórnarráðsins

BÓKHALD aðstoðarmanneskja - Ferðaskrifstofa
Eskimos Iceland