
Norðurál
Norðurál, sem rekur álver á Grundartanga, var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 af Samtökum atvinnulífsins. Framþróun grænnar álframleiðslu mun hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúslofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein stærsta útflutningsgrein landsins og ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Álið okkar, Natur-Al, skilur eftir sig eitt minnsta kolefnisspor í heimi. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli einungis um fjórðung af heimsmeðaltalinu. Við stefnum að því að verða fyrsta álver í heiminum sem framleiðir kolefnishlutlaust ál.
Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi og lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda.
Hjá Norðuráli starfa um 600 fastráðin, þar af 350 í vaktavinnu, 150 sérfræðingar með fjölbreytta menntun og 100 í iðnaðarstörfum. Til viðbótar eru um 150 í afleysingum.
Norðurál er ASI vottað sem staðfestir að fyrirtækið stenst ítrustu kröfur um samfélagslega ábyrgð, heiðarlega viðskiptahætti, umhverfisvænt hráefni og framleiðslu. Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og er handhafi gullmerkis PWC.

Bókari
Norðurál leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að starfa í bókhaldsteymi fyrirtækisins. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í alþjóðlegu starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Starfið heyrir undir fjármálasvið og starfsstöðin er á skrifstofu Norðuráls á Grundartanga.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Afstemmingar og uppgjör
• Bókun reikninga og annarra fylgigagna
• Þátttaka í umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
• Nákvæmni og talnaglöggvun
• Þekking á SAP fjárhagskerfi og Xsuite er kostur
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bókari
KAPP ehf

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Þjónusturáðgjafar á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri
Arion banki

Bókari og gjaldkeri - 50% starf
Samband íslenskra sveitarfélaga

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Skrifstofuumsjón
Hæstiréttur Íslands

Aðalbókari óskast
Birtingahúsið

Sérfræðingur í launavinnslu
Alcoa Fjarðaál

Sölu- og þjónustufulltrúar í verslun Símans í Ármúla
Síminn

Fulltrúi í skráningu og þjónustu
Samgöngustofa

Aðalbókari
Skólamatur