Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Fulltrúi í skráningu og þjónustu

Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu fulltrúa í deild skráningar og þjónustu á umferðarsviði stofnunarinnar. Tímabundin ráðning til 12 mánaða með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fjölbreytt starf m.a. við móttöku og afgreiðslu viðskiptavina, svörun fyrirspurna, framkvæmd skráninga í ökutækjaskrá, upplýsingagjöf í gegnum síma og ráðgjöf í tengslum við verkefni stofnunarinnar. Starfið felur einnig í sér þátttöku í umbótavinnu þar sem unnið er að einföldun á stjórnsýslu og við stafvæðingu ferla í deildinni. Við leitum að einstaklingi sem hefur  áhuga á umferðaröryggismálum, stöðugum umbótum og er góður liðsmaður.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum eru skilyrði.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Gott vald á íslensku og ensku, í rituðu og töluðu máli.
  • Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, jákvæður og vandvirkur.
  • Áhugi og vilji til að leita nýrra leiða og til að vinna að umbótum er kostur.
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar