
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Símans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Sölu- og þjónustufulltrúar í verslun Símans í Ármúla
Síminn leitar að hressum einstaklingum til að ganga til liðs við öflugan hóp starfsfólks í verslun Símans í Ármúla. Við leitum að aðilum með brennandi áhuga á sölu, með framúrskarandi þjónustulund og metnað til að leysa málin í fyrstu snertingu.
Um 100% starf á dagvinnutíma er að ræða og þurfa viðkomandi aðilar að geta hafið störf fljótlega.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Einstök samskiptahæfni og þjónustulund
- Framúrskarandi söluhæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Geta til að stuðla að góðum liðsanda
- Áhugi á að læra nýja hluti
- Stundvísi
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Erum við að leita af þér?
Beautybar Kringlunni

Starfsmaður á afgreiðslukassa og þjónustuborði - BYKO Grandi
Byko

Sölufulltrúi Levi´s - virka daga
Levi´s

Sölufulltrúi í málningadeild - BYKO Breidd
Byko

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Þjónusturáðgjafar á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri
Arion banki

Mjódd - Hlutastarf 12-18 virka daga
Penninn Eymundsson

Sölufulltrúi í heimilistækjaverslun
Smith & Norland hf.

Leitum að hressum söluráðgjöfum.
Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Starfsmaður í afgreiðslu & áfyllingar - Krónan Akureyri (fullt starf)
Krónan

Aðstoðarverskstjóri – Tokyo Sushi (Krónan staðsetningar)
Tokyo Sushi Nýbýlavegur