Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands

Skrifstofuumsjón

Hæstiréttur Íslands leitar að þjónustulunduðum og ábyrgum einstaklingi í fjölbreytt starf við skrifstofuumsjón réttarins. Starfið er fjölbreytt og felur í sér mikilvæg verkefni í stoðþjónustu. Leitað er að aðila með jákvætt viðhorf, vilja til að sinna margvíslegum verkefnum og góða samskiptafærni.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill vinna í starfsumhverfi þar sem fagmennska, traust og samvinna eru í öndvegi. Starfið heyrir undir skrifstofustjóra réttarins og veitir innsýn í störf æðsta dómstigs landsins. Um 70 % starfshlutfall er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka, skönnun málsgagna og umsjón með pökkun og frágangi þeirra
  • Móttaka dómsmálagjalda og gerð reikninga
  • Móttaka og upplýsingagjöf til þeirra sem til réttarins leita
  • Aðstoð við móttöku gesta
  • Umsjón með tölvupóstfangi réttarins
  • Umsjón með dómsölum fyrir og eftir málflutning og dómsuppkvaðningu
  • Innkaup rekstrarvara og umsjón með kaffistofu, ljósritunaraðstöðu og öðrum sameiginlegum rýmum
  • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin af skrifstofustjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Reynsla af skrifstofustörfum
  • Rík þjónustulund og jákvætt viðhorf
  • Nákvæmni, ábyrgð  og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð í samskiptum og samstarfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og drifkraftur
  • Góð tölvu- og tæknifærni
  • Góð færni í íslensku og ensku
  • Þekking og skilningur á ferli dómsmála er kostur
  • Þekking á vefumsjónarkerfum og málaskrárkerfi CoreData er kostur
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lindargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar