

Gjaldkeri og umsjón með skráningu í viðburði
Íþróttabandalag Reykjavíkur leitar að öflugum og nákvæmum einstaklingi til að gegna stöðu gjaldkera og hafa umsjón með skráningu þátttakenda í viðburði ÍBR.
Dagleg umsýsla bankareikninga og greiðsluflæðis.
Greiðsla reikninga.
Útgáfa reikninga og innheimta.
Þátttaka í umbótaverkefnum sem stuðla að betri þjónustu og rekstri.
Umsjón með skráningarkerfum viðburða.
Úrvinnsla gagna úr skráningarkerfum.
Samskipti við þjónustuaðila kerfa.
Menntun og/eða áunnin reynsla sem nýtist í starfi.
Reynsla af gjaldkerastörfum eða svipuðum verkefnum er æskileg.
Hæfni og reynsla í greiningu og framsetningu tölulegra gagna.
Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný kerfi. Góð þekking á Microsoft hugbúnaði sem og DK bókhaldskerfi er kostur.
Rík samskiptafærni, skipulagshæfileikar og gagnrýnin hugsun.
Gott vald á íslensku og ensku.













