

Selfoss - Afgreiðsla á pósthúsi
Pósturinn óskar eftir a' ráða starfsmann í 65% starfshlutfall á pósthúsið á Selfossi.
Starfið felur m.a. í sér þjónustu við viðskiptavini, almenna afgreiðslu, frágang á pósti og önnur tilfallandi verkefni.
Vinnutíminn er frá klukkan 11:45 til 17:05 mánudaga til fimmtudaga og frá klukkan 12:00 til 16:05 á föstudögum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september 2025.
Hæfniskröfur:
- Góð samskiptahæfni
- Rík þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Jákvætt hugarfar og lausnamiðuð hugsun
Öllum umsóknum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Hulda Waage, rekstrarstjóri, í tölvupósti [email protected]
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.













