Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Sérfræðingur í þjónustumiðstöð - Greiðslukerfi

Vilt þú vinna í spennandi og síbreytilegu umhverfi þar sem þú tekur þátt í að þróa og efla íslenska heilbrigðisþjónustu?

Sjúkratryggingar leita að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að starfa í þjónustumiðstöð stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem áhersla er lögð á þjónustu við almenning og fagfólk, úrvinnslu og framkvæmd við greiðslukerfi, umbætur í verkferlum og þátttöku í stafrænni umbreytingu.

Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla mála sem varða greiðslukerfi Sjúkratrygginga. 
  • Framkvæmd greiðslna samkvæmt samningum Sjúkratrygginga við heilbrigðisveitendur. 
  • Umsjón og framkvæmd á verkefnum ákveðna málaflokka þjónustumiðstöðvar undir verkstjórn teymisstjóra. 
  • Þátttaka við ferlagerð, innleiðingu umbóta og vinnusparandi tækni. 
  • Miðlæg móttaka og skráning erinda og gagna. 
  • Gerð samantekta, greiningavinna og úrvinnsla upplýsinga. 
  • Ráðgjöf og þjónusta við einstaklinga og heilbrigðisstarfsfólk. 
  • Þátttaka í þróun og innleiðingu stafrænna lausna. 
  • Þverfaglegt samstarf innan þjónustumiðstöðvar og við aðrar einingar stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í opinberri stjórnsýslu, heilbrigðisvísindum, viðskiptafræði eða upplýsingatækni. 
  • Reynsla af þjónustustörfum og stjórnsýslu er kostur. 
  • Áhugi á stafrænni þróun og umbótum í opinberri þjónustu. 
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli. 
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun. 
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. 
  • Lipurð í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund. 
  • Frumkvæði, metnaður og vönduð vinnubrögð. 
  • Geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi.
Auglýsing birt23. júlí 2025
Umsóknarfrestur5. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar