
Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.
Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Þorlákshöfn ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum.
Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi.
Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn

Gæðaeftirlitsmaður
Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum gæðaeftirlitsmanni í fullt starf. Ef þú brennur fyrir gæðamálum og vinnur vel í hóp - þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Viðkomandi mun fara með eftirlit á gæðum og framleiðslu á forsteyptum einingum og steypu í samræmi við EN staðla og reglugerðir í íslenskum byggingariðnaði. Okkur vantar metnaðarfullan einstakling sem hefur brennandi áhuga á steypuframleiðslu.
Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skoðun á forsteyptum einingum fyrir og eftir framleiðslu.
- Skoðun á búnaði fyrir forsteyptar einingar.
- Aðstoða tæknideild við rýni á framleiðsluteikningum.
- Rannsaka efniseiningar áður, á meðan og eftir á steypu stendur.
- Tilkynna ef eitthvað er ekki í samræmi við gæðastaðla.
- Aðstoða utanaðkomandi aðila við endurskoðun eins og við á.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og/eða reynsla af gæðamálum.
- Geta til þess að lesa teikningar.
- Reynsla úr byggingariðnaði.
- Sjálfstæði, frumkvæði og jákvætt viðhorf í starfi.
- Góð kunnátta á ensku eða íslensku.
- Góð kunnátta á pólsku er kostur en ekki nauðsyn.
Fríðindi í starfi
- Námskeið og fræðsla
- Líkamsræktarstyrkur
- Hádegismatur
- Fjölbreytt verkefni
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
Auglýsing birt5. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Engjaás 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í móttökustöð - Vestmannaeyjar
Terra hf.

Garðaþjónusta/ framtíðarstörf
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Verkamaður í brotajárnsporti
Hringrás Endurvinnsla

Almennur starfsmaður óskast í fiskimjölsverksmiðju Brims á Akranesi
Brim hf.

Starfsmaður í pökkun og framleiðslu
Nathan & Olsen

Hamborgaragerð
Kjötsmiðjan

Starfsfmaður óskast í Hagblikk
Hagblikk

Starfsmaður í þrif hjá Stúdentagörðum
Félagsstofnun stúdenta

Við leitum að starfsmanni í framleiðsludeild á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Assistant in production and installation
Steinprýði ehf

Almennur starfsmaður í framleiðslu
Ali

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis