Almennur starfsmaður í framleiðslu
Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgum aðilum í framleiðslustörf hjá Kjötvinslunni Síld og fisk (Ali).
Um er að ræða framtíðarstarf og er vinnutími frá 07:00-15:00.
Síld og fiskur (Ali) er dótturfélag Langasjávar ehf. Félög í samstæðunni sérhæfa sig í framleiðslu og dreifingu á matvælum. Fyrirtækið vinnur markvisst að jafnréttismálum og stuðlar að vexti starfsmanna.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn framleiðsla á kjötvörum
- Skurður og vinnsla kjöts með bandsög
- Gæðaeftirlit og fylgni við öryggisreglur
- Fylgja verklagsreglum og öryggisstöðlum í vinnslu
- Þrif og viðhald á vinnusvæði
- Önnur tilfallandi verkefni tengd framleiðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- 18 ára lágmarksaldur
- Samviskusemi og stundvísi
- Jákvætt hugarfar og góð samskiptahæfni
- Hæfni til vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Gott auga fyrir smáatriðum og nákvæmni í vinnubrögðum
- Líkamleg hreysti
- Reynsla af framleiðslustörfum er kostur, en ekki skilyrði
Auglýsing birt18. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt

Valkvætt
Staðsetning
Dalshraun 9B, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar