Heilsa
Heilsa
Heilsa

Pökkun

Heilsa leitar að öflugum og nákvæmum starfsmanni í pökkunarteymið sitt.

Við leitum að áreiðanlegum liðsmanni í pökkun lyfja eða vítamína – í hreinu, öruggu og faglegu umhverfi þar sem gæðastaðlar og verklag eru í hávegum höfð. Unnið er með lyf og vítamín í aðskildum pökkunarlínum samkvæmt ströngum verklagsreglum. Þú munt gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja öryggi og rétta merkingu á vörum sem fara á markað.

Helstu verkefni:

  • Pökkun lyfja eða vítamína í sérútbúnum pökkunaraðstöðum
  • Yfirfara fylgiseðla, umbúðir, merkingar og framleiðslugögn
  • Viðhalda þjálfun og fylgja verklagsreglum samkvæmt góðum starfshættum í lyfja og matvæladreifingu
  • Skráning og meðhöndlun upplýsinga samkvæmt stöðluðum ferlum

Hæfniskröfur:

  • Próf í lyfjatækni eða matvælatækni er kostur
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og gott viðmót
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Góð íslenskukunnátta (lestur og skrift)
  • 20 ára aldurstakmark

VIÐ BJÓÐUM

  • Faglegt starfsumhverfi og góð liðsheild
  • Þjálfun og stuðning við innleiðingu í starfið
  • Vinnutími: Virkir dagar, 100% starf
  • Aðgangur að velferðarþjónustu og styrkur til heilsueflingar
  • Afsláttarkjör hjá Lyfju, Krónunni, N1 og ELKO

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elvar Örn Kristinsson forstöðumaður lyfjasviðs, [email protected].

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bæjarflöt 1-3 1R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar