
Heilsa
Heilsa ehf. er leiðandi heildsali í heilsuvörum og lyfjum á Íslandi. Hjá Heilsu starfar samhentur hópur starfsfólks að því að koma gæðavörum í réttar hendur fljótt og örugglega.
Heilsa er dótturfélag Lyfju og hluti af Festi samstæðunni.

Sölumaður
Ertu drífandi sölumanneskja með áhuga á heilsu og lífsstíl?
Heilsa leitar að jákvæðum og markvissum sölumanni. Sem sölumaður hjá Heilsu berðu ábyrgð á því að viðhalda og efla sambönd við helstu söluaðila fyrirtækisins. Þú kynnir nýjar vörur, metur sölutækifæri, tryggir sýnileika í verslunum og vinnur með markvissum hætti að vexti og áhrifum á markaði.
Helstu verkefni:
- Heimsóknir og tengslamyndun við apótek, matvöruverslanir, heilsubúðir og/eða aðra söluaðila
- Kynning og innleiðing á nýjum vörum
- Eftirfylgni með sölutækifærum, birgðum og pantanavenjum
- Vinna með viðskiptastjórum og vörustjórum að sölu- og markaðsáætlunum
- Skýrslugerð og skráning heimsókna og viðbragða
- Þátttaka í vörukynningum, fræðslu og sýningum
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sölu eða þjónustu, helst í heildsölu, smásölu eða heilsubransanum
- Frábær samskiptafærni og jákvæðni í mannlegum samskiptum
- Skipulag, sjálfstæði og drifkraftur
- Góð tölvukunnátta – þekking á NAV/BC er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku
- Bílpróf er skilyrði
- Brennandi áhugi á heilsu og vellíðan
VIÐ BJÓÐUM
- Skemmtilegt og metnaðarfullt starfsumhverfi í ört vaxandi fyrirtæki
- Sjálfstætt starf með mikilli tengingu við markaðinn
- Afnot af fyrirtækisbíl til vinnu og einkanota
- Vinnuaðstaða í nýrri skrifstofu Heilsu að Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
- Vinnutími: Virkir dagar, 100% starf
- Aðgangur að velferðarþjónustu og styrkur til heilsueflingar
- Afsláttarkjör hjá Lyfju, Krónunni, N1 og ELKO
Nánari upplýsingar um starfið veitir Díana Þorsteinsdóttir, forstöðumaður heilsuvörusviðs [email protected].
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bæjarflöt 1-3 1R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Ert þú næsti Sölusérfræðingur TACTICA?
TACTICA

Sölu- og Markaðsfulltrúi óskast til starfa
Líftækni ehf

Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn

Viðskiptastjóri magnvöru hjá Lýsi
Lýsi

Erum við að leita af þér?
Beautybar Kringlunni

Sölufulltrúi í málningadeild - BYKO Breidd
Byko

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Sölufulltrúi í heimilistækjaverslun
Smith & Norland hf.

Leitum að hressum söluráðgjöfum.
Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Sölufulltrúi í verslun og kaffihúsi
Dýrheimar sf.

Afgreiðslu starf ( Íslenska skilyrði)
Hafið Fiskverslun

Sölufulltrúar í verslunum 66 Norður
66°North