Kerecis
Kerecis
Kerecis

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)

Starfið verður hluti af teymi sem sér um framleiðslubúnað, gildingu ferla og tækja (e. Process Validation), ásamt því að veita víðtæka aðstoð við gæðamál. Starfið felur m.a. í sér söfnun og greiningu gagna, skrif á skýrslum, uppfærslum og viðhaldi ferla, og eftirfylgni með viðeigandi stöðlum og reglugerðum. Samhæfing með þverfaglegum teymum í fjölbreyttum verkefnum er nauðsynleg.

Starfsstaður er á skrifstofu Kerecis á Ísafirði og heyrir starfið undir Frumgerða- og framleiðsluþróunarstjóra.

Hefur þú roð við okkur?

Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Lækningavörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar líkamsskaða; m.a. á skurðsárum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og að styrkja innvortis vef eftir skurðaðgerðir og slys.

Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Þýskalandi og í Bandaríkjunum.

Sáraroðið Kerecis á þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umbætur og viðhald ferla
  • Stuðningur við gæðamál
  • Aðstoð við innleiðingu á nýjum vörum og aðferðum í framleiðslu
  • Gildingar á framleiðslubúnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc gráða í verkfræði, tæknifræði, lífvísindum eða skyldum raungreinum
  • 0-2 ára reynsla í tækni-, og eða gæðastarfi
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Metnaður, jákvæðni og vilji til að læra
Auglýsing birt9. júlí 2025
Umsóknarfrestur9. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Sundstræti 38, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.IðnfræðingurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar