

Verkefnastjóri
Gjaldskil Debitum leitar að verkefnastjóra innleiðinga viðskiptavina ásamt vinnu við áframhaldandi tengsl og þjónustu við þá. Viðkomandi hefur störf 1. nóvember nk.
Innleiðing á viðskiptavinum felur í sér kerfislega uppsetningu á viðskiptavinum í kerfum Gjaldskila ásamt samskiptum við banka og viðkomandi rekstraraðila fjárhagskerfa. Áframhaldandi þjónusta getur verið aðstoð við aðgerðir í kerfum og uppgjör. Ásamt þessu eru ýmis tilfallandi verkefni sem snúa að viðskiptavinum.
Leitað er að áreiðanlegum, nákvæmnum og öguðum einstaklingi sem getur unnið í kerfum Gjaldskila og aðstoðað viðskiptavini. Við viljum fá í hópinn manneskju með menntun eða reynslu sem hæfir starfinu sem er óhrædd við að læra, hafa frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini og getur unnið sjálfstætt.
Matur eða snarl í hádeginu, íþróttastyrkur og margt skemmtilegt í boði













