
UNICEF á Íslandi
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.
Verkefnastjóri þátttöku barna
UNICEF á Íslandi auglýsir stöðu verkefnastjóra þátttöku barna lausa til umsóknar. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall. Við leitum að manneskju með reynslu af tómstunda- og félagsstarfi barna sem brennur fyrir mannréttindum og áhrifum barna og ungs fólks á samfélagið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með ungmennaráði UNICEF á Íslandi (13 – 18 ára)
- Stuðningur við fulltrúa ungmennaráðs í stjórn samtakanna
- Stuðningur við ungliðastarf samtakanna (18 – 24 ára)
- Samstarf við börn og ungmenni á öðrum vettvangi
- Tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi UNICEF á sviði þátttöku barna
- Tekur þátt í öðrum tilfallandi verkefnum landsnefndarinnar á sviði innanlands-, kynningar- og fjáröflunarmála
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tómstunda- og frístundamála
- Þekking á mannréttindum og/eða reynsla af tengdri vinnu
- Reynsla af starfi með börnum
- Þekking á vernd barna (safeguarding) er kostur
- Reynsla af störfum ungmennaráða er kostur
- Reynsla af alþjóðalegu samstarfi
- Mikil félags- og samskiptafærni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Samgöngu- og íþróttastyrkir
- Sveigjanlegur vinnutími
- Barnvænn og aðgengilegur vinnustaður
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur25. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri viðburða
Listahátíð í Reykjavík

Flotastjóri
Skeljungur ehf

HR Business Partner
CCP Games

Vilt þú efla íslenskt hugvit? Sérfræðingur í háskóla- og vísindamálum
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Vilt þú vinna að framtíðinni? Sérfræðingur í gervigreind
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Öryggismiðstöðin

Verkefnastjóri
Eimur

Falicity Maintenance Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Verkefnastjóri velferðarþjónustu – Þátttakandi í þróun og árangri
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Þjónustu og Verkefnafulltrúi í MICE
HL Adventure

Reynslumiklir Verkefnastjórar / Program Managers
Alvotech hf

Síðuskóli: Kennari með verkefnastjórn ÍSAT
Akureyri