Skeljungur ehf
Skeljungur ehf
Skeljungur ehf

Flotastjóri

Ertu skipulagður leiðtogi með brennandi áhuga á rekstri og viðhaldi flota ? Hefur þú reynslu að stýra öflugum teymum og tryggja að farartæki og búnaður séu ætíð klár í verkefnin ? Þá viljum við heyra frá þér !

Skeljungur sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíu, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni.

Hjá Skeljungi starfar fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Í okkar daglega starfi vinnum við eftir kjarnagildum okkar, við erum jákvæð, við erum tilbúin í breytingar og við erum metnaðarfull.

Um starfið:

Við leitum að reynslumiklum og öflugum flotastjóra. Starfið felur í sér heildaryfirsýn yfir ökutæki og tækjabúnað félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með öllum ökutækjum og vélbúnaði félagsins
  • Dagleg dreifingarstjórn
  • Áætlanagerð og eftirfylgni með reglubundu viðhaldi og endurnýjun
  • Greining á rekstrargögnum og þróun hagræðingarlausna
  • Samskipti við þjónustuaðila, birgja og verkstæði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af flotastjórnun
  • Frábær skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
  • Meirapróf kostur
  • Grunnþekking á fjárhagslegri greiningu og rekstrarkostnaði
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt27. júní 2025
Umsóknarfrestur15. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Eyjaslóð
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur?
Við notum kökur til að greina umferð um vef okkar og bæta upplifun notenda.