
Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.

Verkefnastjóri Stafrænna lausna
Sensa leitar að drífandi og skipulögðum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra á sviði stafrænna lausna. Viðkomandi mun starfa á vegum verkefnastofu þvert á fyrirtækið og þarf því að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfni ásamt getu til að aðlaga sig hratt og örugglega að breytilegum þörfum verkefna og viðskiptavina.
Stafrænar lausnir þjónusta mörg stærstu fyrirtæki landsins. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að tengja ferla sína við stafrænar umbætur ásamt því að veita ráðgjöf til að auka hagræðingu í rekstri og hámarka nýtingu tæknilegra auðlinda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastýring í upplýsingatækni
- Stefnumótandi vinna í uppbyggingu á verkefnastofu
- Markmiðasetning og samhæfing verkefna
- Greiningar, áætlanagerð, eftirfylgni og árangursmat
- Samskipti við fagaðila og viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur menntun á sviði verkefnastýringar er skilyrði
- Reynsla af upplýsingatækni er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Greiningarhæfileikar
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt22. júlí 2025
Umsóknarfrestur16. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs, 70-100% starf.
Seltjarnarnesbær

Development Director
CCP Games

Verkefnastjóri
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Verkefnastjóri við opinber innkaup lyfja á Landspítala
Landspítali

Verkefnastjóri
Gjaldskil Debitum

Verkefnastjóri
Steypustöðin

HR Business Partner
CCP Games

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Sölu og markaðsstjóri
Brasa

Verkefnastjóri viðburða
Listahátíð í Reykjavík

Project Analyst
Borealis Data Center ehf.