
Landsnet hf.
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar.Við erum líka framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.

Kerfisstjóri
Ert þú kerfisstjóri sem knýr framtíðina?
Við hjá Landsneti óskum eftir drífandi kerfisstjóra sem vill taka þátt í að reka eina af grunnstoðum innviðakerfis landsins. Með þinni aðkomu tryggjum við örugga og áreiðanlega raforkuflutninga um allt Ísland.
Um starfið
Í þessu hlutverki munt þú hafa umsjón með daglegum rekstri sérhæfðs hugbúnaðar og upplýsingatækni hjá Landsneti. Verkefnin snúast um að tryggja stöðugan rekstur, hámarksafköst og öryggi tæknilausna fyrirtækisins. Þú munt jafnframt leiða innleiðingu nýrra lausna, stýra tækniverkefnum í samræmi við upplýsingastefnu Landsnets og stuðla að sjálfbærri og skilvirkri framtíð raforkukerfisins.
Við leitum að einstaklingi sem
- Er lausnamiðaður, skipulagður og með framúrskarandi samskiptahæfni.
- Sýnir frumkvæði, drifkraft og áhuga á nýjustu tækniþróun.
- Hefur sterka teymishugsun og getu til að vinna í nánu samstarfi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga
- Hefur þekkingu á Azure, Active Directory, Office(M365), helstu sýndarumhverfum, afritunarkerfum og öðrum netlausnum sem nýtast í rekstri nútíma tölvukerfa.
- Hefur ríka öryggisvitund og er meðvitaður um mikilvægi rekstraröryggis
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. kerfisstjórnun, tölvunar- og/eða kerfisfræði. Starfsreynsla getur vegið upp á móti formlegri menntun.
- Reynsla af stjórnkerfi upplýsingaöryggis ISO 27001 kostur.
Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur10. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Linux kerfisstjóri
Landsbankinn

Tæknimaður - Automation Technician
Alvotech hf

Sérfræðingur í markaðseftirliti og eftirliti með raforkumarkaði
Umhverfis- og orkustofnun

Kerfisstjóri / Tæknimaður
MariConnect ehf.

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Vinnumálastofnun

Vefforritun í TypeScript
Moodup

Starfsmaður í tækniaðstoð
Hrafnista

Software Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Finance Digital Solution Manager
Icelandair

Hugbúnaðarprófanir
Kóði

Ráðgjafi í viðskiptalausnum með áherslu á þjónustu við sveitarfélög
Wise ehf.