Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra upplýsingatæknideildar stofnunarinnar. Um er að ræða nýtt starf en hingað til hefur deildin heyrt beint undir sviðsstjóra þróunar- og tæknisviðs. Starfstöð deildarstjóra er á Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, en starfsfólk deildarinnar dreifist á tvær starfsstöðvar Vinnumálastofnunar.

Upplýsingatæknideild ber ábyrgð á rekstri og þróun upplýsingatæknikerfa Vinnumálastofnunar, rekstri tæknilegra innviða stofnunarinnar s.s. netþjónum, net- og tölvubúnaði, notendaaðstoð við starfsfólk stofnunarinnar, og stefnumótun og áætlanagerð upplýsingatæknimála.

Deildin vinnur náið með öðrum sviðum stofnunarinnar, birgjum og öðrum samstarfsstofnunum.

Leitað er að einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri þróunar- og tæknisviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur deildarinnar. 

  • Stefnumótun og áætlanagerð upplýsingatæknimála í samráði við sviðsstjóra þróunar- og tæknisviðs. 

  • Ábyrgð á þróun, nýsköpun og stefnumótun upplýsingatæknimála. 

  • Ábyrgð á viðhaldi, nýsmíði og framþróun tölvukerfa. 

  • Ábyrgð á rekstri og umsýslu tölvukerfa og gagnagrunna. 

  • Ábyrgð á notendaþjónustu til starfsfólks stofnunarinnar. 

  • Innleiðing, framþróun og stuðningur við starfsfólk vegna Microsoft 365 skýjalausna. 

  • Ábyrgð á öryggismálum tæknimála í samráði við sviðsstjóra þróunar- og tæknisviðs. 

  • Frumkvæði í þróun upplýsingatækni og tryggja að upplýsingakerfi og tækjabúnaður uppfylli kröfur og þarfir notenda. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur. 

  • Reynsla af rekstri og þróun upplýsingatæknikerfa. 

  • Farsæl stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. 

  • Reynsla af öryggismálum er kostur. 

  • Geta til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og undir álagi. 

  • Góð hæfni til að vinna í teymi og góð samskiptahæfni. 

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. 

Auglýsing birt21. júlí 2025
Umsóknarfrestur6. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grensásvegur 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar