Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Sérfræðingur á Hvammstanga

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings með aðsetur á þjónustuskrifstofunni á Hvammstanga. Helsta hlutverk skrifstofunnar er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur fæðingarorlofs, sorgarleyfis og ættleiðingarstyrkja. Auk þess annast skrifstofan móttöku og þjónustu við atvinnuleitendur og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Sérfræðingur mun sinna úrvinnslu og afgreiðslu umsókna um fæðingarorlof, sorgarleyfi og ættleiðingarstyrki ásamt öðrum verkefnum á verkefnasviði skrifstofunnar, eftir því sem við á.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar, fyrirmyndaþjónusta, virðing og áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Úrvinnsla og afgreiðsla umsókna.

·         Eftirlit með greiðslum.

·         Upplýsingagjöf til umsækjenda.

·         Margvísleg skrifstofustörf, símsvörun og önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

·         Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar.

·         Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi.

·         Reynsla af skrifstofustörfum kostur.

·         Góð tölvukunnátta.

·         Reynsla af störfum úr stjórnsýslu kostur.

·         Góð tök á íslensku og ensku.

Auglýsing birt22. júlí 2025
Umsóknarfrestur6. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 1, 530 Hvammstangi
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar