Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.

Software Engineer

Teledyne Gavia leitar að metnaðarfullum forritara í hugbúnaðarteymi fyrirtækisins til að vinna að lausnum fyrir sjálfvirka kafbáta fyrirtækisins. Teymið þróar fjölbreyttan sérhæfðan hugbúnað, þar á meðal stjórnkerfi um borð í kafbátunum og notendaviðmót til eftirlits og stýringar.

Ef þú hefur áhuga á hátækni og langar að vinna á spennandi sviði, þá gæti þetta verið kjörið tækifæri fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun og viðhald á notendaviðmóti
  • Prófanir á notendaviðmóti fyrir stjórnkerfi kafbáta
  • Skjölun og prófanalýsingar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc. á sviði hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða skyldra greina. (M.Sc. er kostur).
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð og framtakssemi.
  • Þekking og nokkura ára reynsla af hugbúnaðarþróun er kostur
  • Þekking og reynsla á Python er krafa.
  • Þekking og reynsla á viðmótsforritun er kostur.
  • Gott vald á ensku í ræðu og riti
  • Geta til að vinna í breytilegu umhverfi og hæfni til að vinna í hóp
Auglýsing birt18. júlí 2025
Umsóknarfrestur8. ágúst 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar