Moodup
Moodup
Moodup

Vefforritun í TypeScript

Moodup leitar að starfsmanni í vefforritun. Í starfinu felst tæknileg aðstoð við viðskiptavini auk vöruþróunar, viðbóta og villulagfæringa hugbúnaðarþjónustunnar. Stakkur er React/Node/Postgres í TypeScript/SQL. Um er að ræða 100% starfshlutfall og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst.

Moodup er ungt og ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki sem mælir starfsánægju hjá 40.000 starfsmönnum á rúmlega 120 vinnustöðum. Moodup sendir starfsfólki reglulegar kannanir þar sem það tjáir sig í skjóli nafnleyndar. Stjórnendur geta síðan skoðað, greint, rætt og unnið með niðurstöður mælinga í mælaborði til að bæta starfsumhverfið. Sjá nánar á Moodup.is.

Fjórir starfsmenn eru hjá Moodup í dag: framkvæmdastjóri, tæknistjóri, forritari og sölu- og markaðsfulltrúi. Við erum staðsett í Borgartúni 37, 105 Reykjavík. Í boði er að vinna hluta starfsins í fjarvinnu.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri, á netfanginu [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Samskipti og tæknileg aðstoð fyrir viðskiptavini (t.d. villulagfæringar og endurbætur á núverandi virkni)

·       Þróun nýrrar virkni undir leiðsögn tæknistjóra (bæði fram- og bakendi)

·       Önnur tilfallandi verkefn

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólanám sem nýtist í starfi (t.d. tölvunar-, kerfis-, verk-, eðlis- eða stærðfræði)

·       Þekking á TypeScript, React og SQL

·       Færni í mannlegum samskiptum

·       Gott vald á rituðu máli bæði á íslensku og ensku

·       Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Fríðindi í starfi

Aðgangur að mötuneyti og líkamsrækt

Auglýsing birt20. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ReactPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.TypeScript
Starfsgreinar
Starfsmerkingar