MariConnect ehf.
MariConnect ehf.

Kerfisstjóri / Tæknimaður

Kerfisstjóri / Tæknimaður óskast – MariConnect ehf.

Vilt þú bætast í teymi tæknimanna Mariconnect og vinna með Linux, netkerfi og fjarskiptalausnir á sjó og landi?

Yfirlit:
MariConnect ehf. leitar að öflugum og lausnamiðuðum kerfisstjóra eða tæknimanni með djúpa tækniþekkingu og reynslu af rekstri og þjónustu netkerfa. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í kringum Linux-kerfi, netöryggi og fjarskiptalausnir fyrir skip. Við leitum að einstaklingi sem getur bæði þjónustað viðskiptavini og byggt upp og stutt við kjarnaþjónustur fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning og rekstur netþjóna sem keyra miðlægar þjónustur (Linux, VM og/eða container-umhverfi)
  • Viðhald og bilanagreining í fjarvinnu á net- og fjarskiptabúnaði hjá viðskiptavinum, einkum um borð í skipum
  • Lausnaleit og tækniaðstoð vegna vandamála viðskiptavina
  • Innleiðing og eftirfylgni á net- og fjarskiptalausnum með áherslu á þráðlaus fjarskipti (5G, Starlink, WiFi o.fl.)
  • Vinna að sjálfvirknivæðingu og umbótum á tækniumhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Djúp þekking og reynsla af Linux-stýrikerfum (t.d. Ubuntu, CentOS,Debian)
  • Þekking og reynsla af IP routing
  • Þekking á netöryggi og eldveggjum (iptables, nftables, VPN-lausnir o.fl.)
  • Grunnþekking og reynsla af fjarskiptalausnum eins og 5G, Starlink, WiFi og tengingum við netkerfi um borð í skipum
  • Reynsla af þjónustu og lausnamiðaðri vinnu með viðskiptavinum
  • Góð samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð
  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af scripting (t.d. Bash, Python) og sjálfvirknivæðingu
Fríðindi í starfi
  • Krefjandi og áhugavert starf í litlu og sérhæfðu tæknifyrirtæki
  • Áhrif á tækniákvarðanir og þróun innviða
  • Góðan búnað og stuðning við starfsþróun
  • Sveigjanleika og raunverulegt rými til að hafa áhrif
Auglýsing birt23. júlí 2025
Umsóknarfrestur23. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Höfðabakki 9D, 110 Reykjavik
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar