

Lausna arkitekt UT (e. IT solution architect)
Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum og framsýnum Lausna arkitekt (e. IT Solution architect) til að ganga til liðs við öflugt teymi sérfræðinga í upplýsingatæknideild skólans. Þú færð tækifæri til að taka þátt í þróun og innleiðingu lausna sem styðja við daglega starfsemi og framtíðarsýn HR. Ef þú brennur fyrir að einfalda flókin kerfi, tengja saman fólk og lausnir, og hefur sterka sýn á hvernig upplýsingatækni getur eflt þjónustu og gæði – þá viljum við heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining á þörfum HR þegar kemur að hugbúnaðarþróun, aðlögun og samþættingu lausna
- Hanna og útfæra samþættingar í samstarfi við önnur teymi og forritara
- Styðja við innleiðingu og uppfærslur á lausnum og ferlum
- Skrifa og viðhalda hönnunarskjölum
- Binda saman þau teymi sem koma að hugbúnaðarvinnu, þróunaraðila og notendur
- Tryggja öryggi, gæði og réttleika á lausnum sem eru þróaðar
Hæfni og menntun
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af hugbúnaðargerð, hönnun, forritun og innleiðingu lausna
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Greiningarhæfni og skipulagshæfileikar
- Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil þjónustulund
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst. Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjanda gefst kostur á að rökstyðja hæfni sína í starfið. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Friðjónsson, forstöðumaður Upplýsingatæknideildar ([email protected]) og Mannauðsdeild HR ([email protected]). Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.













