Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Lausna arkitekt UT (e. IT solution architect)

Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum og framsýnum Lausna arkitekt (e. IT Solution architect) til að ganga til liðs við öflugt teymi sérfræðinga í upplýsingatæknideild skólans. Þú færð tækifæri til að taka þátt í þróun og innleiðingu lausna sem styðja við daglega starfsemi og framtíðarsýn HR. Ef þú brennur fyrir að einfalda flókin kerfi, tengja saman fólk og lausnir, og hefur sterka sýn á hvernig upplýsingatækni getur eflt þjónustu og gæði – þá viljum við heyra frá þér.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining á þörfum HR þegar kemur að hugbúnaðarþróun, aðlögun og samþættingu lausna
  • Hanna og útfæra samþættingar í samstarfi við önnur teymi og forritara
  • Styðja við innleiðingu og uppfærslur á lausnum og ferlum
  • Skrifa og viðhalda hönnunarskjölum
  • Binda saman þau teymi sem koma að hugbúnaðarvinnu, þróunaraðila og notendur
  • Tryggja öryggi, gæði og réttleika á lausnum sem eru þróaðar


Hæfni og menntun

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Haldbær reynsla af hugbúnaðargerð, hönnun, forritun og innleiðingu lausna
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Greiningarhæfni og skipulagshæfileikar
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil þjónustulund
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku


Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst. Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjanda gefst kostur á að rökstyðja hæfni sína í starfið. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Friðjónsson, forstöðumaður Upplýsingatæknideildar ([email protected]) og Mannauðsdeild HR ([email protected]). Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar