
Hagar
Hagar hf. er leiðandi verslunarfyrirtæki sem starfar á íslenskum dagvöru- og eldsneytismarkaði. Hagar starfrækja samtals 38 matvöruverslanir undir vörumerkjum Bónus og Hagkaups og netverslun Eldum rétt, 25 Olís þjónustustöðvar, 42 ÓB stöðvar, umfangsmikla vöruhúsastarfsemi, birgðaverslun auk verslunar með sérvöru. Hjá Högum og dótturfélögum starfa um 2.600 manns sem hafa það að markmiði að stuðla að bættum lífskjörum viðskiptavina í gegnum framúrskarandi verslun.
Hjá Högum starfar sterk liðsheild, þar sem mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og sjálfstæðum vinnubrögðum. Við leggjum áherslu á lifandi og skemmtilegt starfsumhverfi, sveigjanleika í starfi og starfsþróun með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.

Framendaforritari
Vertu hluti af stafrænni framtíð Haga
Hagar, leiðandi fyrirtæki í íslenskri smásölu, leitar að hæfileikaríkum og lausnamiðuðum framendaforritara til að taka þátt í spennandi vegferð okkar í átt að stafrænum lausnum. Ef þú brennur fyrir að skapa notendavænar og góðar lausnir í React og vilt leggja þitt af mörkum til nýsköpunar í íslenskri smásölu, þá viljum við heyra frá þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróa og viðhalda nútímalegum og notendavænum veflausnum með React.
- Vinna í þverfaglegu teymi að þróun stafrænna lausna fyrir smásölu.
- Huga að notendaupplifun og hönnun við þróun vefviðmóta.
- Tryggja gæði kóða og stuðla að faglegum vinnubrögðum í þróunarferli.
- Taka þátt í hröðu og sveigjanlegu vinnuumhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af framendaþróun og sérstaklega í React.
- Þekking og reynsla af Tailwind CSS er einnig kostur.
- Góð tækniþekking og áhugi á að fylgjast með nýjungum í vefþróun.
- Færni í að einfalda og leysa flókin verkefni.
- Sjálfstæði og frumkvæði, ásamt því að leggja metnað í vönduð og skiljanleg kóðaskrif.
- Skýr skilningur á mikilvægi hönnunar og notendaupplifunar í veflausnum.
- Þekking og reynsla af bakendaþróun í .NET er kostur, þó það sé ekki krafa.
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)

Distributed Systems Engineer
CCP Games

Lausna arkitekt UT (e. IT solution architect)
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur í gagnavöruhúsum
Advania

Hugbúnaðarsérfræðingur í mannauðslausnum
Advania

Hugbúnaðarsérfræðingur
Icelandia

Vefforritun í TypeScript
Moodup

Software Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Finance Digital Solution Manager
Icelandair

Birtingastjóri
Kontor Auglýsingastofa ehf

Infrastructure Engineer
CCP Games

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Öryggismiðstöðin