Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Akademísk staða á sviði tölfræði, gagnaúrvinnslu og aðferðafræði

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) auglýsir eftir akademískum starfsmanni í fullt starf á sviði tölfræði, gagnaúrvinnslu og aðferðafræði. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheiti ákvarðað út frá formlegu hæfnismati. Við leitum að einstaklingi með þekkingu og reynslu á sviði tölfræðilegrar greiningar og rannsóknaraðferða, sem jafnframt hefur brennandi áhuga á kennslu, leiðsögn og samstarfi í þverfaglegu fræðasamfélagi.

STARFSSVIÐ:

  • Rannsóknir á sviði sálfræði eða skyldra greina með áherslu á gagnagreiningu og aðferðafræðilega nálgun.
  • Kennsla í tölfræði, aðferðafræði og tengdum greinum innan sálfræðideildar á grunn- og framhaldsstigi.
  • Leiðsögn nemenda á BSc-, MSc- og PhD-stigi.
  • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk og nemendur í greiningu og úrvinnslu gagna í tengslum við rannsóknarverkefni og lokaverkefni.
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar.

HÆFNISKRÖFUR:

  • Doktorspróf í sálfræði eða skyldri grein, með sérhæfingu í tölfræði, aðferðafræði eða gagnagreiningu.
  • Færni og reynsla af rannsóknarstörfum staðfest af birtum ritverkum á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi.
  • Reynsla af kennslu og metnaður í þróun kennsluaðferða.
  • Góð enskukunnátta er skilyrði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sálfræðideild HR er öflugt og ört vaxandi fræðasamfélag sem leggur áherslu á hagnýtar rannsóknir, gæði í kennslu og samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Deildin starfar í alþjóðlegu umhverfi og tekur virkan þátt í evrópskum samstarfsverkefnum og rannsóknarnetum. Deildin býður upp á nám á á öllum námsstigum, BSc, MSc og PhD.

Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í flutningskostnaði fyrir nýja kennara sem flytja frá útlöndum. Nánari upplýsingar um starfið veita Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir ([email protected]) forseti sálfræðideildar. og mannauðsdeild ([email protected]). Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík eigi síðar en 31. ágúst 2025.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum:

  • Umsóknarbréf þar sem fram kemur hvort umsækjandi sækir um starf lektors, dósents eða prófessors.
  • Starfsferilskrá ásamt ritaskrá.
  • Afrit af viðeigandi prófskírteinum.
  • Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (e. research statement).
  • Afrit af þremur til fimm birtum ritverkum.
  • Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og nálgun umsækjanda í kennslu (e. teaching statement).
  • Gögn til vitnis um árangur í kennslu.
  • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri og geta stutt umsóknina.
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.RannsóknirPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar