
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið.
Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning.
Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss.
Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu.
Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu:
• Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir.
• Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
• Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum.
• Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.

Sérfræðingur í Barnahúsi
Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir sérfræðingi í Barnahúsi til þess að vinna með börnum og unglingum sem eru þolendur ofbeldis og fjölskyldum þeirra. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt eða orðið vitni að kynferðisofbeldi, líkamlegu ofbeldi og/eða heimilisofbeldi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meðferðarviðtöl við börn og unglinga sem eru þolendur/vitni að ofbeldi
- Fjölskyldumeðferð
- Ráðgjöf og fræðsla til barnaverndarþjónustu
- Skýrslu- og vottorðaskrif
- Þátttaka í kynningarstarfi á starfsemi Barnahúss
- Þátttaka í öðrum verkefnum í samráði við forstöðumann Barnahúss
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaragráða í sálfræði, félagsráðgjöf, uppeldisfræðum eða sambærilegri menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla á sviði meðferðar barna, fjölskyldumeðferðar og/eða af barnaverndarstarfi
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samstarfshæfni, sveigjanleiki og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og samstarfsaðila
- Mikilvægt er að geta starfað vel undir álagi í lengri eða skemmri tíma
- Góð íslensku og ensku kunnátta skilyrði og önnur tungumálakunnátta er kostur
Fríðindi í starfi
- 36 klst. vinnuvika
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur29. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Gilsárstekkur 8, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Akademísk staða á sviði tölfræði, gagnaúrvinnslu og aðferðafræði
Háskólinn í Reykjavík

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á barna- og unglingageðdeild
Landspítali

Störf við umönnun á B-4 Fossvogi
Landspítali

Skrifstofustjóri
Starfsmannafélag Garðabæjar

Velferðarsvið – Sérfræðingur í barnaverndarþjónustu
Reykjanesbær

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur á göngudeild barna- og unglingageðdeildar
Landspítali

Starfsmaður óskast í iðju- og dagþjálfun
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Lausar stöður sálfræðinga með möguleika á hlutastarfi
SÁÁ

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir félagsráðgjafa í barnavernd
Sveitarfélagið Ölfus