

Aðstoðardeildarstjóri á Sjúkrahóteli
Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi í starf aðstoðardeildarstjóra á Sjúkrahóteli Landspítala við Hringbraut. Um er að ræða tímabundið starf í dagvinnu til eins árs, frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Hér er kjörið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðing til að öðlast fjölbreytta reynslu sem stjórnandi en starfið sameinar bæði klíníska starfsemi og hótelrekstur á einstakan hátt sem gerir starfið fjölþætt og skemmtilegt.
Þjónusta Sjúkrahótelsins er hjúkrunarstýrð og afar fjölbreytt. Þar dvelja sjúklingar í virkri meðferð, oft ásamt aðstandendum, og njóta stuðnings hjúkrunarfræðinga í meðferðarferlinu. Helstu verkefni tengjast stuðningi og ráðgjöf, lyfjagjöf, sárameðferð og skipulagningu úrræða í heilbrigðiskerfinu. Algengustu sjúklingahópar eru skurð- og krabbameinssjúklingar, foreldrar í meðgöngu og fæðingu, börn, endurhæfingarsjúklingar og þeir sem sækja augnlæknaþjónustu.
Vinnuvika í fullri dagvinnu er 36 stundir og boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma til að auðvelda jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Starfshlutfall er 80 - 100% eftir samkomulagi.































































