
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Hjúkrunarfræðingur - heilbrigðisþjónusta fangelsinu Hólmsheiði
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að hjúkrunarfræðingi til að sinna heilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Hólmsheiði í ótímabundið 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í að sinna heilbrigðisþjónustu fyrir fanga í því skyni að efla heilbrigði, fyrirbyggja, greina eða meðhöndla sjúkdóma og endurhæfa skjólstæðinga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Reynsla, hæfni og áhugi á teymisvinnu
- Þekking á forvarnar- og heilsueflingarstarfi
- Þekking og kunnátta á dómskerfinu er kostur
- Reynsla af bráða- og slysamóttöku er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Auglýsing birt17. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Nesjavallaleið 9, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Aðstoðardeildarstjóri á Sjúkrahóteli
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hvammi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hefur þú áhuga á skurðhjúkrun?
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunardeildarstjóri - Skjól
Skjól hjúkrunarheimili

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild lyndisraskana - dagvinna
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í ígræðsluteymi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í meltingarteymi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á taugalækningadeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingar á taugalækningadeild
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingur á göngudeild augnsjúkdóma
Landspítali