
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ses.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins þróar og markaðssetur áfangastaðinn í heild í samstarfi við hagaðila. www.visitreykjavik.is

Vilt þú vinna við samfélagsmiðla Visit Reykjavík?
Verkefnisstjóri samfélagsmiðla og almannatengsla - 50% starf
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins / Visit Reykjavík óskar eftir að ráða öflugan liðsfélaga í samfélagsmiðla og almannatengsl. Leitað er að sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi með brennandi áhuga á því að kynna áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í samstarfi við hagaðila.
Ráðningin er tímabundin til 1 árs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðing og framkvæmd markaðsstefnu @visitreykjavik
- Utanumhald á öllum samfélagsmiðlum
- Efnissköpun og efnisgerð fyrir samfélagsmiðla og vefinn
- Samningagerð og samskipti við áhrifavalda
- Skipulagning áhrifavalda- og fjölmiðlaferða
- Samskipti við aðildar- og samstarfsaðila
- Svörun fyrirspurna
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
- Haldbær þekking á samfélagsmiðlum og stjórnun þeirra
- Reynsla af efnisgerð fyrir samfélagsmiðla og vefi
- Þekking á markaðsmálum og almannatengslum
- Þekking á ferðaþjónustu/áfangastaðnum
- Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, lausnamiðuð hugsun og jákvæðni í samskiptum.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti. Önnur tungumál kostur.
Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur2. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 13, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almannatengsl (PR)FacebookFacebook Business ManagerGoogleGoogle AdsGoogle AnalyticsGreinaskrifInstagramMarkaðssetning á netinuSkilgreining markhópaTikTokTwitterVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Metnaðarfullt sölufólk óskast í fullt starf
Hrím Hönnunarhús

Samfélagsmiðlaséní óskast!
Nova

Ljósmyndari ( Photographer )
Markend ehf.

VERKEFNASTJÓRI MIÐLUNAR
SASS og Orkídea

Helgarstarf í boði hjá Aurum
Aurum

Sölumaður
Norðanfiskur

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Icelandia

Aðstoðarmaður deildarstjóra á öldrunarlækningadeild L3 Landkoti
Landspítali

Starfsmaður í netverslun - verslun
Sport Company ehf.

Verkefnastjóri á sölu- og markaðssviði
Blue Car Rental

Marketing & Communications Associate
Meniga

Afgreiðsla í verslun og samfélagsmiðlar.
Allt í köku ehf.