SASS og Orkídea
SASS og Orkídea
SASS og Orkídea

VERKEFNASTJÓRI MIÐLUNAR

Samband sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Orkídea samstarfsverkefni leita að lausnamiðuðum og skapandi verkefnastjóra miðlunar til starfa.

Ráðið er í starfið til 2ja ára með möguleika á framlengingu.

Viðkomandi mun vinna þvert á svið og verkefni og sinna m.a. heimasíðum, efnisgerð og upplýsingamiðlun fyrir SASS, Orkídeu og eftir atvikum önnur félög í eigu eða umsjón SASS.

Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og góðrar hæfni í samskiptum, þar sem verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og atvinnulíf á Suðurlandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og þróun heimasíðna og samfélagsmiðla
  • Efnis- og textagerð fyrir vefi og samfélagsmiðla, á íslensku og ensku
  • Ritstýring, fréttir, blogg og viðtöl
  • Þróun og uppsetning fréttabréfa, skýrslna og annars kynningarefnis
  • Aðstoð og samhæfing í miðlunar- og upplýsingaverkefnum
  • Almenn samskipti við fjölmiðla, samstarfsaðila, íbúa og hagsmunaaðila
  • Markaðssetning á Suðurlandi
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði miðlunar, markaðssetningar, íslensku eða blaðamennsku
  • Reynsla og hæfni í textaskrifum er skilyrði
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
  • Þekking á stafrænum miðlum og vefkerfum
  • Góð tölvukunnátta og aðlögunarhæfni
  • Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði.
  • Lausnamiðuð hugsun, snerpa og færni til að vera með ”puttann á púlsinum”
  • Þjónustulund og rík færni til samstarfs og samskipta
  • Góðar tengingar við sveitarstjórnir og fyrirtæki á Suðurlandi er kostur
  • Búseta á Suðurlandi er mikill kostur
Auglýsing birt18. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 56, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar