

Samfélagsmiðlaséní óskast!
Taktu þátt í að móta samfélagsmiðla hjá stærsta skemmtistað í heimi!
Samfélagsmiðlaséní er lykilhluti af markaðsteymi Nova og spilar leiðandi hlutverk þegar kemur að því að halda samfélagsmiðlum Nova í hæstu hæðum. Viðkomandi ber ábyrgð á daglegum rekstri miðlana og sér til þess að rödd og tónn Nova skíni skært. Stanslaus stemning á öllum rásum og efni með skemmtanagildi á heimsmælikvarða er algjört skilyrði.
Samfélagsmiðlaséní heldur utan um samfélagsmiðla Nova frá A-Ö: þátttaka í stefnumótun, hugmyndavinna, efnissköpun, greining gagna, skipulagning og útkeyrslu markaðsherferða.
· Dagleg umsjón með samfélagsmiðlum.
· Framsetning og birting efnis á miðlunum, þ.á.m. myndbönd, ljósmyndir og textar.
· Utanumhald á samfélagsmiðladagatali.
· Efnissköpun fyrir samfélagsmiðla og innri viðburði Nova.
· Þátttaka í mótun á samfélagsmiðlastefnu Nova.
· Umsjón með lifandi og gagnvirkum samskiptum við fylgjendur
· Umsjón með samstarfi við áhrifavalda.
· Stuðningur við fjölbreytt verkefni markaðsteymis Nova eftir þörfum
Menntun og brennandi áhugi á markaðsmálum, samfélagsmiðlum, stafrænum miðlum og efnissköpun. Gott auga fyrir flottu stafrænu myndefni, auk ríkrar sköpunargáfu. Sterk færni í verkefnastjórnun og skipulagi.
Bráðnauðsynlegir eiginleikar hjá öllum dönsurum Nova
· Við getum sett egóið til hliðar, því engin gera neitt ein!
· Við erum alltaf hungruð, aldrei södd!
· Við erum samskiptaklár!
· Við stuðlum að því að okkar teymi sé heilbrigt & framúrskarandi gott












