Nova
Nova
Nova

Samfélagsmiðlaséní óskast!

Taktu þátt í að móta samfélagsmiðla hjá stærsta skemmtistað í heimi!

Samfélagsmiðlaséní er lykilhluti af markaðsteymi Nova og spilar leiðandi hlutverk þegar kemur að því að halda samfélagsmiðlum Nova í hæstu hæðum. Viðkomandi ber ábyrgð á daglegum rekstri miðlana og sér til þess að rödd og tónn Nova skíni skært. Stanslaus stemning á öllum rásum og efni með skemmtanagildi á heimsmælikvarða er algjört skilyrði.

Samfélagsmiðlaséní heldur utan um samfélagsmiðla Nova frá A-Ö: þátttaka í stefnumótun, hugmyndavinna, efnissköpun, greining gagna, skipulagning og útkeyrslu markaðsherferða.

Helstu verkefni og ábyrgð

·      Dagleg umsjón með samfélagsmiðlum.

·      Framsetning og birting efnis á miðlunum, þ.á.m. myndbönd, ljósmyndir og textar.

·      Utanumhald á samfélagsmiðladagatali.

·      Efnissköpun fyrir samfélagsmiðla og innri viðburði Nova.

·      Þátttaka í mótun á samfélagsmiðlastefnu Nova.

·      Umsjón með lifandi og gagnvirkum samskiptum við fylgjendur

·      Umsjón með samstarfi við áhrifavalda.

·      Stuðningur við fjölbreytt verkefni markaðsteymis Nova eftir þörfum

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun og brennandi áhugi á markaðsmálum, samfélagsmiðlum, stafrænum miðlum og efnissköpun. Gott auga fyrir flottu stafrænu myndefni, auk ríkrar sköpunargáfu. Sterk færni í verkefnastjórnun og skipulagi.

Bráðnauðsynlegir eiginleikar hjá öllum dönsurum Nova

·      Við getum sett egóið til hliðar, því engin gera neitt ein!

·      Við erum alltaf hungruð, aldrei södd!

·      Við erum samskiptaklár!

·      Við stuðlum að því að okkar teymi sé heilbrigt & framúrskarandi gott

Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.ÍmyndarsköpunPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.TikTokPathCreated with Sketch.Vörumerkjastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar