Advania
Advania
Advania

Sérfræðingur í sölu- og markaðsmálum

Mannauðslausnir Advania leita að jákvæðum, drífandi og þjónustulunduðum einstaklingi með reynslu af sölu- og markaðsmálum.

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi til að leiða sölu- og markaðsmál Mannauðslausna Advania. Markmið okkar er að styðja vinnuveitendur við að auka árangur og starfsánægju með snjallri nýtingu launa- og mannauðskerfa. Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi starfsumhverfi með góðum tækifærum til vaxtar.

Hjá okkur starfar öflugur hópur sérfræðinga með áratuga reynslu í þróun og ráðgjöf á sviði launa- og mannauðsmála. Lausnir okkar eru meðal annars H3 launa- og mannauðskerfi, tímaskráningarkerfin Bakvörður og Vinnustund, auk Samtals, Flóru, Matráðar og ráðningarkerfisins 50skills. Sérfræðingur í sölu og markaðsmálum heyrir beint undir forstöðumann og vinnur náið með vörustjórum og verkefnastjórum, bæði við innleiðingu nýrra viðskiptavina og við að byggja upp langtímasambönd við viðskiptavini.

Helstu verkefni

  • Leiða sölu- og markaðsmál Mannauðslausna Advania
  • Veita ráðgjöf og selja vörur Mannauðslausna sem henta þörfum viðskiptavina
  • Kortleggja viðskiptatækifæri í takt við þróun markaðarins
  • Skipuleggja markaðsviðburði, svo sem veffundi og kynningar
  • Undirbúa tilboð, loka samningum og tryggja eftirfylgni
  • Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við nýja og núverandi viðskiptavini
  • Þróa og innleiða söluferla í samstarfi við teymið
  • Vinna í nánu samstarfi við markaðssvið Advania til að tryggja samræmi og hámarksárangur í markaðsstarfi
  • Taka þátt í öðrum tengdum verkefnum eftir þörfum

Hæfniskröfur

  • Drifkraftur, frumkvæði og ástríða fyrir sölu og markaðsmálum
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi samskipta- og tengslahæfni
  • Gott auga fyrir viðskiptatækifærum
  • Þrautsegja og úthald til að fylgja verkefnum eftir
  • Menntun í viðskiptafræði, markaðsfræði eða sambærilegu
  • Reynsla af sölu og markaðsmálum
  • Þekking á CRM kerfum er kostur
  • Þekking og áhugi á upplýsingatækni
  • Færni í samningagerð og Excel
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði töluð og skrifuð
  • Reynsla af launa- og mannauðsmálum er kostur

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur, hvetjum við þig samt til að sækja um – þú gætir verið rétti einstaklingurinn fyrir þetta eða annað starf hjá okkur.

Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar