Advania
Advania
Advania

Deildarstjóri Netrekstrar

Við leitum að öflugum leiðtoga til að stýra þjónustudeildum sem sinna bæði professional og managed netþjónustu Advania. Hlutverkið felur í sér heildarábyrgð á fjárhagslegri afkomu, þjónustuþróun, teymisstjórnun, tæknilegri afhendingu og stefnumótandi samræmingu innan hópsins og við aðrar deildir.

Þetta er bæði stefnumótandi og rekstrarlegt hlutverk þar sem þú vinnur náið með söluteymum, verkefnastjórum, tæknileiðtogum og viðskiptavinum. Viðkomandi getur ýmist verið staðsettur á starfstöðvum okkar í Reykjavík eða Akureyri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiða tæknilega söluráðgjöf í samstarfi við söluteymi
  • Stýra þjónustutilboðum í samvinnuvið stjórnendur og söluteymi
  • Tryggja að þjónustutillögur og afhendingaráætlanir séu raunhæfar og framkvæmanlegar
  • Þýða þarfir viðskiptavina í skýrar og fjármagnaðar verkefnaáætlanir
  • Taka þátt í gerð tilboða, verkáætlana og kynninga
  • Fylgjast með og stýra fjárhagslegri afkomu (tekjur, framlegð)
  • Þróa og viðhalda þjónustusafni og tilboðum
  • Stuðla að góðu samstarfi milli deilda og styðja við teymisþróun
  • Samræma tæknilega leiðsögn og þjónustumarkmið

Hæfni og reynsla

  • Reynsla og þekking á netlausnum og netþjónustu
  • Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun tækni- eða ráðgjafarteyma
  • Sterk viðskiptavitund og lausnamiðuð hugsun
  • Þekking á verkefnastjórnun og þjónustuveitingu í tæknilegu umhverfi
  • Reynsla af sölu, gerð verkáætlana og áhættustýringu
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna þvert á teymi
  • Þekking á Professional Services og ráðgjöf í tengslum við slíka þjónustu er kostur

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur, þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um. Þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur24. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Austursíða 6, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar