Matvælastofnun
Matvælastofnun

Sviðsstjóri þróunar og umbóta

Matvælastofnun óskar eftir að ráða framsækinn leiðtoga í starf sviðsstjóra þróunar og umbóta með áherslu m.a. á stafræna uppbyggingu. Um er að ræða nýtt svið innan stofnunarinnar og verða meginverkefni þess stafræn þróun og uppbygging tölvukerfa/gagnagrunna, verkefnastjórnun stærri verkefna þvert á stofnunina, ásamt skjala- og gæðamálum. Sviðsstjóri heyrir beint undir forstjóra og verður hluti af yfirstjórn stofnunarinnar.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Leiða stafræna uppbyggingu og stafrænan vöxt stofnunarinnar
  • Umsjón með innleiðingu stafrænna umbótaverkefna og sjálfvirknivæðingu
  • Ábyrgð á þróun og viðhaldi tölvukerfa og gagnagrunna stofnunarinnar
  • Faglegur stuðningur við önnur svið Matvælastofnunar varðandi málaflokka sviðsins
  • Þátttaka í heildar stefnumótun og uppbyggingu stofnunarinnar
  • Ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins
  • Ábyrgð á skjala- og gæðamálum stofnunarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
  • Haldbær reynsla af stjórnun á sviði upplýsingatækni og mannaforráðum
  • Góð þekking á upplýsingatækniumhverfi stærri stofnana eða fyrirtækja
  • Yfirgripsmikil þekking á netöryggi, þróun stafrænna lausna og hagnýtingu þeirra
  • Reynsla af stefnumótun og stjórnun umbótaverkefna þvert á ólíkar skipulagseiningar
  • Framúrskarandi forystuhæfni, samskiptafærni og teymishugsun
  • Framsýni, skipulagshæfni, framkvæmdagleði og metnaður í starfi
  • Góð greiningarhæfni og rökhugsun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti


Um Matvælastofnun:

Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru: Fagmennska, gagnsæi og traust. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt10. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 64, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TölvunarfræðingurPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar