
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Höfði var tekin í notkun í tveimur áföngum. Sá fyrri 2.febrúar 1978 en sá síðari á árunum 1990-1992. Á heimilinu búa nú 73 íbúar í hjúkrunarrýmum , auk þess er tvö hvíldar- og skammtímarými á Höfða. Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir.
Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagvistun og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum. Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli. Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið . Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. Fyrir utan dvalarheimlið stendur listaverkið „Grettistak“ eftir Magnús Tómasson.

Verkefnastjóri mannauðsmála
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir tímabundna stöðu verkefnastjóra mannauðsmála lausa til umsóknar með möguleika á framlengingu.
Verkefnastjóri mannauðsmála ber ábyrgð á þróun, umbótum og innleiðingu nýrra lausna í mannauðsmálum Höfða. Lögð er áhersla á samvinnu við stjórnendur og starfsfólk við að styrkja ferla sem tengjast vaktaskipulagningu, ráðningum, starfsmannahaldi og gæðastarfi með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og gera Höfða að enn betri vinnustað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umbótaverkefni tengd mannauðsmálum, innleiðing breytinga og eftirfylgni.
- Gerð vaktaskipulaga, þróun ferla og innleiðingu nýjunga því tengt.
- Innleiðing og rekstur stafrænna lausna í tengslum við mannauðsmál og innra starf.
- Þátttaka í vinnu vegna Jafnlaunavottunar.
- Greining og eftirlit með lykiltölum í mannauðsmálum.
- Þátttaka í ráðningum, fræðslu og gerð starfslýsinga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Háskólamenntun er kostur.
- Þekking á starfsmannamálum.
- Reynsla af breytingastjórnun og/eða verkefnastýringu.
- Reynsla af skipulagningu vakta og vaktavinnu er kostur.
- Reynsla af starfsemi hjúkrunarheimila eða heilbrigðisstofnanna er kostur.
- Reynsla af gerð og/eða uppfærslu á starfslýsingum er kostur.
- Mjög góð greiningar- og tölvukunnátta.
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur25. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vöruhúsastjóri
Coca-Cola á Íslandi

Verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála
Þingeyjarsveit

People and Culture Manager
atNorth

Launaráðgjafi mannauðslausna
Advania

Mannauðsfulltrúi Sólheima ses.
Sólheimar ses

Mannauðsráðgjafi í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs
Háskóli Íslands

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun

Mannauðsráðgjafi
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi með áhuga á gæða- og öryggismálum
Bílaumboðið Askja

Falicity Maintenance Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Verkefnastjóri stórfjárfestinga á sviði atvinnuþróunar
Forsætisráðuneytið

Mannauðsráðgjafi
Hafnarfjarðarbær