Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Verkefnastjóri mannauðsmála

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir tímabundna stöðu verkefnastjóra mannauðsmála lausa til umsóknar með möguleika á framlengingu.

Verkefnastjóri mannauðsmála ber ábyrgð á þróun, umbótum og innleiðingu nýrra lausna í mannauðsmálum Höfða. Lögð er áhersla á samvinnu við stjórnendur og starfsfólk við að styrkja ferla sem tengjast vaktaskipulagningu, ráðningum, starfsmannahaldi og gæðastarfi með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og gera Höfða að enn betri vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umbótaverkefni tengd mannauðsmálum, innleiðing breytinga og eftirfylgni.
  • Gerð vaktaskipulaga, þróun ferla og innleiðingu nýjunga því tengt.
  • Innleiðing og rekstur stafrænna lausna í tengslum við mannauðsmál og innra starf.
  • Þátttaka í vinnu vegna Jafnlaunavottunar.
  • Greining og eftirlit með lykiltölum í mannauðsmálum.
  • Þátttaka í ráðningum, fræðslu og gerð starfslýsinga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Háskólamenntun er kostur.
  • Þekking á starfsmannamálum.
  • Reynsla af breytingastjórnun og/eða verkefnastýringu.
  • Reynsla af skipulagningu vakta og vaktavinnu er kostur.
  • Reynsla af starfsemi hjúkrunarheimila eða heilbrigðisstofnanna er kostur.
  • Reynsla af gerð og/eða uppfærslu á starfslýsingum er kostur.
  • Mjög góð greiningar- og tölvukunnátta.
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. 
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur25. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar