

Mannauðsráðgjafi
Hefur þú ástríðu fyrir fólki, menningu og því að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólk dafnar? Við leitum að mannauðsráðgjöfum til að ganga til liðs við okkur sem munu gegna lykilhlutverk í að móta framtíðina með okkur á Íslandi.
Askja, Dekkjahöllin, Landfari og Bílaumboðið Una eru dótturfélög Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllinni í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Þetta er einstakt tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif í kraftmiklu, alþjóðlegu umhverfi þar sem hugmyndir og sérþekking munu styðja við þróun mannauðsmála hjá félaginu.
Við leitum að aðila til að vinna með lykilsviðum fyrirtækisins, þar á meðal sölusviði, Bílaumboðinu Unu og Landfara í að efla teymisvinnu, leiðtogahæfni og stöðugleika í mannauðsmálum. Staðan gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að breytingastjórnun, hæfni- og arftakáætlunum, ráðningum, vinnustaðamenningu og umbunarkerfum og að tryggja að mannauðsstefnan okkar styðji við árangur félagsins.
- Þróa teymi og leiðtogafærni
- Ráðningar, móttaka nýs starfsfólks og starfslok
- Hæfileika- og arftakaáætlanir
- Heilsa og vellíðan
- Jafnrétti og fjölbreytileiki
- Háskólamenntun á sviði mannauðsstjórnunar eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Allt að 5 ára reynsla af sambærilegu starfi
- Mjög góð færni í ensku og góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Hæfni til að hafa áhrif og fá stuðning frá öðrum
- Lausnamiðuð nálgun og sveigjanleiki
- Vertu hluti af hratt vaxandi, alþjóðlegu fyrirtæki með þekkt bílamerki
- Hafðu áhrif á menningu og mannauðsverkefni á spennandi umbreytingatímabili
- Starfaðu með stuðningsríku og samvinnuþýðu teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, fjölbreytileika og faglegtvinnuumhverfi
- Tækifæri til að þróa feril þinn innan alþjóðlegs fyrirtækis








