
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

People and Culture Manager
atNorth hefur vaxið hratt og er fjöldi starfsfólks kominn yfir 100 á Íslandi. Nú er komið að því að ráða reynslumikinn leiðtoga til liðs við öflugt mannauðsteymi félagsins.
Viðkomandi mun vinna náið með stjórnendum á alþjóðavísu og sinna lykilhlutverki í mannauðsteymi bæði hérlendis og erlendis. Við leitum að aðila með þekkingu á íslenskum vinnurétti, reynslu af ráðningum og getu til að styðja við áframhaldandi þróun og eflingu mannauðs.
Starfsstöð viðkomandi er í Hafnarfirði, en starfinu fylgja ferðalög bæði innanlands sem utan. Við leitum því að aðila sem nýtur þess að starfa í alþjóðlegu og hröðu umhverfi. Töluð er enska á vinnustaðnum. Stjórnandi mannauðs og menningar á Íslandi heyrir undir Director of People and Culture í Svíþjóð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur á Íslandi og á Norðurlöndum
- Leiða og þróa mannauðsstefnu félagsins
- Stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu
- Vinna náið með nýjum stjórnendum og tryggja að þeir tileinki sér menningu, verkfæri og ferla atNorth
- Styðja við ráðningarferli félagsins í samstarfi við stjórnendur
- Tryggja samræmi milli hæfileikaþarfa og langtímaáætlana auk þátttöku í viðburðum til að laða að nýja starfsmenn
- Bæta og straumlínulaga mannauðsferla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Að minnsta kosti 7-10 ára reynsla í mannauðsmálum, helst sem mannauðsstjóri, mannauðsráðgjafi eða í öðru stefnumótandi hlutverki
- Framúrskarandi leiðtogahæfileikar
- Farsæl reynsla af ráðgjöf til stjórnenda og stjórnendaþjálfun
- Reynsla af ráðningum
- Traust þekking á vinnurétti á Íslandi, þekking á vinnurétti annarra Norðurlanda er kostur
- Samskiptahæfni á íslensku og ensku
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur3. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Steinhella 10, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri mannauðsmála
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Head of Human Resources (Senior Officer) – Administration Division
EFTA Secretariat

Launaráðgjafi mannauðslausna
Advania

Mannauðsfulltrúi Sólheima ses.
Sólheimar ses

Mannauðsráðgjafi í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs
Háskóli Íslands

Mannauðsráðgjafi
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi með áhuga á gæða- og öryggismálum
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi
Hafnarfjarðarbær

Framkvæmdastjóri mannauðs
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Lögfræðingur á mannauðssviði Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Starfsmannastjóri
Lux veitingar

Starfsmannastjóri
Í-Mat ehf.