atNorth
atNorth
atNorth

People and Culture Manager

atNorth hefur vaxið hratt og er fjöldi starfsfólks kominn yfir 100 á Íslandi. Nú er komið að því að ráða reynslumikinn leiðtoga til liðs við öflugt mannauðsteymi félagsins.

Viðkomandi mun vinna náið með stjórnendum á alþjóðavísu og sinna lykilhlutverki í mannauðsteymi bæði hérlendis og erlendis. Við leitum að aðila með þekkingu á íslenskum vinnurétti, reynslu af ráðningum og getu til að styðja við áframhaldandi þróun og eflingu mannauðs.

Starfsstöð viðkomandi er í Hafnarfirði, en starfinu fylgja ferðalög bæði innanlands sem utan. Við leitum því að aðila sem nýtur þess að starfa í alþjóðlegu og hröðu umhverfi. Töluð er enska á vinnustaðnum. Stjórnandi mannauðs og menningar á Íslandi heyrir undir Director of People and Culture í Svíþjóð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur á Íslandi og á Norðurlöndum
  • Leiða og þróa mannauðsstefnu félagsins
  • Stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu
  • Vinna náið með nýjum stjórnendum og tryggja að þeir tileinki sér menningu, verkfæri og ferla atNorth
  • Styðja við ráðningarferli félagsins í samstarfi við stjórnendur
  • Tryggja samræmi milli hæfileikaþarfa og langtímaáætlana auk þátttöku í viðburðum til að laða að nýja starfsmenn
  • Bæta og straumlínulaga mannauðsferla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Að minnsta kosti 7-10 ára reynsla í mannauðsmálum, helst sem mannauðsstjóri, mannauðsráðgjafi eða í öðru stefnumótandi hlutverki
  • Framúrskarandi leiðtogahæfileikar
  • Farsæl reynsla af ráðgjöf til stjórnenda og stjórnendaþjálfun
  • Reynsla af ráðningum
  • Traust þekking á vinnurétti á Íslandi, þekking á vinnurétti annarra Norðurlanda er kostur
  • Samskiptahæfni á íslensku og ensku
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur3. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Steinhella 10, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar