
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

Business Partner þróunarsviðs
atNorth leitar að öflugum Business Partner í hagdeild til að styðja við þróunarsvið félagsins. Þróunarsvið hefur umsjón með uppbyggingu gagnvera félagsins þvert á Norðurlöndin. Sem Business Partner gegnir þú lykilhlutverki í því að veita innsýn í fjárhagsstöðu verkefna til að styðja við stefnumótandi ákvarðanatöku, ásamt því að tryggja forgangsröðun fjárfestingakosta og hagkvæmni í framkvæmdum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróa og halda utan um fjárhagslega árangursmælikvarða framkvæmdarverkefna ásamt gerð aðgerðaráætlunar vegna frávika
- Greina og hafa yfirsýn yfir helstu fjárhagslegar áhættur framkvæmdarverkefna
- Skýrslugerð sem styður við gagnadrifna ákvarðanatöku fyrir stjórnendur og hagaðila
- Innleiða áætlunarferli fyrir framkvæmdarverkefni og leiða verkefnastjóra við gerð verkefnaáætlan
- Styðja við innleiðingu á fjárhagsferlum og skýrslugerð í samræmi við stefnu fjármálasviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaragráða í verkfræði, fjármálum eða skyldum greinum
- Að minnsta kosti 5 ára reynsla af gerð fjárhagsáætlana
- Djúp þekking á fjármálum, áhættumati og kostnaðargreiningu
- Reynsla af því að vinna í flóknum verkefnum með mörgum hagaðilum
- Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni til að miðla flóknum gögnum á skýran hátt
- Þekking á fjármálakerfum og greiningartólum (t.d. Power BI, Tableau, Excel)
- Hæfni til að vinna sjálfstætt, undir álagi og í síbreytilegu umhverfi
Auglýsing birt2. september 2025
Umsóknarfrestur12. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Steinhella 10, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
ÁhættugreiningFjárhagsáætlanagerðGagnagreiningGreiningarfærniVerkefnastjórnunViðskiptagreind
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Reikningshald og bókhald – Viðskiptafræðingur / viðurkenndur bókari
Konvin / MyGroup

Sérfræðingur á fjármálasviði
Gildi

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Sérfræðingur á fjármálasviði
Ísland Duty Free

Modification Engineer
Air Atlanta Icelandic

AI Engineer Intern
CCP Games

Quality Specialist
Controlant

Fjármálastjóri
Knattspyrnufélagið Valur

Mechanical / Biomechanical Engineer
Embla Medical | Össur

Brunahönnuður
EFLA hf

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf