
Gildi
Gildi er fjölmennasti lífeyrissjóður landsins með um 26 þúsund lífeyrisþega og 53 þúsund greiðandi sjóðfélaga en yfir 250.000 einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. Heildareignir sjóðsins námu 916 milljörðum króna um síðustu áramót.
Áhersla er lögð á að sjóðurinn hafi á að skipa hæfu starfsfólki sem vinnur sem ein heild í góðu starfsumhverfi. Gildi hefur sett sér stefnu í starfsmanna- og jafnlaunamálum og hefur hlotið jafnlaunavottun.
Sérfræðingur á fjármálasviði
Gildi-lífeyrissjóður leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa á fjármálasviði. Leitað er að einstaklingi með góða reynslu og sterka greiningarfærni sem nýtur þess að takast á við fjölbreytt verkefni.
Sérfræðingurinn starfar, m.a. náið með forstöðumanni fjármálasviðs við þróun sviðsins og að stuðla að aukinni skilvirkni í rekstri sjóðsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppgjörsvinna og ársreikningsgerð.
- Áætlanagerð og greining gagna.
- Skýrslugerð og miðlun fjárhagsupplýsinga.
- Undirbúningur fundargagna fyrir stjórnendur og stjórn.
- Þátttaka í umbótavinnu og þróun verkferla.
- Ýmis tilfallandi verkefni og greiningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Meistarapróf í reikningshaldi er kostur.
- Starfsreynsla á endurskoðunarstofu er æskileg.
- Reynsla af uppgjörsvinnu, fjárhagsgreiningum og framsetningu upplýsinga.
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar og sjá ný tækifæri til að auka skilvirkni.
- Góð samskiptahæfni, jákvæðni og geta til að vinna í teymi.
- Samviskusemi, áreiðanleiki og ögun í vinnubrögðum.
- Góð tölvufærni.
- Góð og gott vald á íslensku- og ensku í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Reikningshald og bókhald – Viðskiptafræðingur / viðurkenndur bókari
Konvin / MyGroup

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Sérfræðingur á fjármálasviði
Ísland Duty Free

Quality Specialist
Controlant

Fjármálastjóri
Knattspyrnufélagið Valur

Aðstoðarmanneskja skrifstofustjóra
Norconsult Ísland ehf.

Sérfræðingur í lánadeild
Stapi lífeyrissjóður

AÐALBÓKARI
Flóahreppur

Viðskiptastjóri á Akranesi
Landsbankinn

Business Partner þróunarsviðs
atNorth

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Spennandi starf í fasteignaumsýslu
FSRE