Samtök iðnaðarins
Samtök iðnaðarins

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði

Samtök iðnaðarins leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf viðskiptastjóra innviða á mannvirkjasviði. Hlutverk viðskiptastjóra er að styðja við starfsemi félaga sem starfa á sviði innviðauppbyggingar, hönnunar og ráðgjafar og vinna að framgangi hagsmunamála þeirra. Margar þessara greina starfa á útboðsmarkaði og því tengjast verkefnin oft opinberum innkaupum og útboðsrétti.

Starfið er hluti af mikilvægu hagsmunastarfi SI sem hefur það markmið að efla samkeppnishæfni íslensks iðnaðar og styðja fyrirtæki til að nýta tækifærin og taka forystu á tímum breytinga. Viðskiptastjóri innviða vinnur í nánu samstarfi við fyrirtæki, opinbera aðila og hagaðila og leggur sitt af mörkum til að byggja upp sterkt samfélag iðnaðarins þar sem samvinna, markviss samskipti og nýsköpun eru í fyrirrúmi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tengiliður og viðskiptastjóri fyrirtækja og félaga sem starfa á sviði innviðauppbyggingar, hönnunar og ráðgjafar.
  • Vinna að framgangi hagsmunamála félaganna m.a. tengdum innviðum, opinberum innkaupum, menntamálum, bættu starfsumhverfi fyrirtækja o.fl.
  • Samþætta sjónarmið fyrirtækja, rita erindi og umsagnir til stjórnvalda og annarra hagaðila og fylgja þeim eftir.
  • Móta áherslur iðnaðarins í samvinnu við félagsmenn og aðra starfsmenn SI og stuðla að stöðugri þróun starfsumhverfisins.
  • Samskipti við opinbera aðila, hagaðila og samstarfsvettvang fyrirtækja.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði lögfræði, viðskipta, verkfræði, eða stjórnmála- og félagsvísinda.
  • Þekking eða reynsla af opinberum innkaupum og útboðsrétti er kostur.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og samvinnu ólíkra hagaðila.
  • Mikil þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Geta til að tjá sig skýrt og greinargott í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og jákvætt viðhorf.
Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar