Þingeyjarsveit
Þingeyjarsveit

Verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála

Þingeyjarsveit leitar að drífandi verkefnastjóra til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála. Verkefnin snúa að íbúum sveitarfélagsins á öllum aldri.

Starfið heyrir undir fjölskyldusvið og er næsti yfirmaður sviðsstjóri þess.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegt utanumhald með æskulýðs-, tómstunda- og menningarmálum á vegum sveitarfélagsins
  • Ráðgjöf og þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnumótunar
  • Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu sem og stofnanir og aðila utan þess
  • Tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem koma að æskulýðs-, tómstunda- og menningarstarfi
  • Tekur þátt í uppbyggingu og skipulagningu verkefna í forvörnum, menningu og fjölmenningu í sveitarfélaginu
  • Umsjón með verkefninu Heilsueflandi samfélag
  • Umsjón með vinnuskóla í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdasvið
  • Er starfsmaður íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmenn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Leiðtogahæfni og rík færni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulagsfærni, árvekni og öguð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur28. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kjarni, 650 Laugar
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar