
Þingeyjarsveit
Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.
Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.
Verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála
Þingeyjarsveit leitar að drífandi verkefnastjóra til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála. Verkefnin snúa að íbúum sveitarfélagsins á öllum aldri.
Starfið heyrir undir fjölskyldusvið og er næsti yfirmaður sviðsstjóri þess.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegt utanumhald með æskulýðs-, tómstunda- og menningarmálum á vegum sveitarfélagsins
- Ráðgjöf og þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnumótunar
- Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu sem og stofnanir og aðila utan þess
- Tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem koma að æskulýðs-, tómstunda- og menningarstarfi
- Tekur þátt í uppbyggingu og skipulagningu verkefna í forvörnum, menningu og fjölmenningu í sveitarfélaginu
- Umsjón með verkefninu Heilsueflandi samfélag
- Umsjón með vinnuskóla í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdasvið
- Er starfsmaður íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar
- Önnur verkefni í samráði við yfirmenn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Leiðtogahæfni og rík færni í mannlegum samskiptum
- Góð skipulagsfærni, árvekni og öguð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur28. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Kjarni, 650 Laugar
Starfstegund
Hæfni
LeiðtogahæfniMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Vöruhúsastjóri
Coca-Cola á Íslandi

Verkefnastjóri mannauðsmála
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Við leitum að drífandi sérfræðingi til að aðstoða við verkefni fastanefnda
Skrifstofa Alþingis

Deildarstjóri lögfræðideildar
Umhverfis- og skipulagssvið

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun

Verkstjóri í byggingariðnaði
Þakco verk ehf.

Við leitum að öflugum vörustjóra
Húsasmiðjan

Falicity Maintenance Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Verkefnastjóri stórfjárfestinga á sviði atvinnuþróunar
Forsætisráðuneytið

Við leitum að hæfileikabúnti í öflugt teymi skrifstofu Alþingis
Skrifstofa Alþingis

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Þróttur ehf

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar