
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Við leitum að öflugum vörustjóra
Vörustjóri gólfefna og hurða.
Við leitum að kröftugum einstakling í starf vörustjóra gólfefna og hurða. Vörustjóri ber ábyrgð á innkaupum, vöruframboði og samskiptum við birgja og verslanir. Vörustjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra vörusviðs og er staðsettur á skrifstofum Húsasmiðjunnar.
Um er að ræða spennandi starf fyrir drífandi einstakling sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni, hefur brennandi áhuga á vöruflokkunum og býr yfir mikilli þjónustulund. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu ásamt því að viðkomandi falli vel að góðri liðsheild fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innkaup og vöruþróun
- Verðlagning og áætlanagerð
- Samningagerð og samskipti við birgja
- Mótun og innleiðing vörustefnu
- Miðlun upplýsinga og þjónusta við verslanir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Víðtæk þekking á vöruflokknum
- Reynsla af samningagerð
- Rík hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og gagnrýnin hugsun
- Mjög góð tölvufærni
- Mjög góð íslensku og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt9. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skútuvogur 16, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (11)

Viðskiptastjóri í birtingadeild
Birtingahúsið

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Þróttur ehf

Aðstoðarinnkaupa- & lagerstjóri
Melabúðin

Verkefnastjóri
Reykjavíkurborg - Innri endurskoðun og ráðgjöf

Verkefnastjóri í skipulagsmálum
Kópavogsbær

Verkefnastjóra
Garðlist ehf

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri

Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Akureyri

Gæðastjóri Veitingaþjónustu
Landspítali

Service Business Process Lead / System Owner PLM
Marel

Rekstrarstjóri Rent-A-Party
Rent-A-Party