

Verkefnastjóri
Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra í innri endurskoðun.
Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar starfar í umboði borgarráðs og stjórna B hluta félaga. Hlutverk skrifstofunnar er að leggja mat á og bæta virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá borgarsjóði, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Malbikunarstöðinni Höfða og Félagsbústöðum. Jafnframt hefur skrifstofan eftirlit með gæðum innri endurskoðunar innan SORPU og Strætó. Niðurstöður úttekta innri endurskoðunar eru kynntar í endurskoðunarnefnd, borgarráði og fagráðum Reykjavíkurborgar og stjórnum B hluta félaga. Skrifstofan tekur einnig á móti gögnum og upplýsingum um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi í samræmi við lög nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara.
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.
- Greina lykiláhættuþætti í umhverfi og starfsemi Reykjavíkurborgar og B hluta félaga.
- Framkvæma óháðar og hlutlægar úttektir á rekstri Reykjavíkurborgar og B hluta félaga.
- Kynna niðurstöður verkefna innan samstæðu Reykjavíkurborgar.
- Veita stjórnendum og stjórnum ráðgjöf á sviði stjórnarhátta, áhættustýringar og eftirlitsaðferða.
- Taka þátt í teymisvinnu í öðrum úttektum og innra starfi skrifstofunnar.
- Háskólagráða sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af úttektarvinnu og skýrsluskrifum.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og endurskoðun er kostur.
- Þekking og reynsla af áhættustýringu og stjórnarháttum er kostur.
- Greiningar- og skipulagshæfni.
- Íslenskukunnátta á stigi C1-C2 og enskukunnátta B2
- Frumkvæði, fagmennska og geta til að starfa sjálfstætt sem og í hóp.
- Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
- Sundlaugakort
- Menningarkort
- Heilsustyrkur













