
Garri
Garri er öflugt þjónustufyrirtæki í innflutningi á gæða matvörum, umbúðum og hreinlætislausnum fyrir veitingarekstur, hótel, fyrirtæki og stofnanir.
Við höfum ástríðu fyrir okkar starfi og erum vakandi fyrir nýjungum á markaði, vöruframboði og tæknilausnum. Við leggjum áherslu á sjálfbærni, stöðugar umbætur, ábyrga stjórnarhætti og eflingu mannauðs, með gildi Garra að leiðarljósi. Hjá Garra starfa um 100 manns.

Verkefnastjóri vefmiðla
Viltu vera hluti af frábæru teymi? Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi með brennandi áhuga á vefmiðlum til að halda utan um daglegan rekstur og þróun á vef- og vefverslun Garra. Markaðs- og söludrifinn einstaklingur sem er skipulagður, með framúrskarandi samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og er með lausnamiðað hugarfar. Hjá okkur færðu tækifæri til að starfa í skemmtilegu og stuðningsríku umhverfi þar sem heiðarleiki, áreiðanleiki og ástríða eru höfð að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hámarka notendavæna upplifun viðskiptavina í vefverslun og á vefsíðu Garra.
- Viðhalda tæknilegri virkni vefmiðla og vinna með þjónustuaðilum.
- Fylgja eftir nýjustu straumum í veflausnum og vinna að úrbótum og nýjungum.
- Uppfæra og viðhalda vöruskrá.
- Tryggja samræmda ásýnd og að útlit vefmiðla Garra endurspegli ímynd fyrirtækisins.
- Hámarka innri leitarvél.
- Leitarvélabestun og leitarvélamarkaðssetning með auglýsingastofu.
- Auglýsingar, vefborðar, textaskrif og annað efni í vefmiðlum.
- Greina gögn til að meta árangur og gera tillögur að úrbótum.
- Ýmis tilfallandi verkefni er tengjast markaðs- og vefmálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af stjórnun vefverslunar, stafrænum verkefnum eða sambærilegum verkefnum.
- Brennandi áhugi á veflausnum.
- Þekking og reynsla af notendaupplifun.
- Þekking á SEO og SEM, sem og hagræðingu innri leitarvéla fyrir vefverslanir.
- Góð greiningarhæfni.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæm vinnubrögð.
- Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg, bæði rituðu og töluðu máli.
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af vörum Garra
- Íþrótta- og sálfræðistyrkur
- Árleg heilsufarsmæling og ráðgjöf
- Mötuneyti með fjölbreyttum og hollum mat
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLeitarvélabestun (SEO)MarkaðsgreiningNákvæmniNotendaviðmótSölumennskaVefsíðugerðVerkefnastjórnunVerkefnastjórnun í upplýsingatækniVöruframsetning
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Vörumerkjastjóri hjá Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi

Markaðsfulltrúi
ELKO

Verkefnastjóri mælinga og eftirlits
Akureyri

Demand generation and paid media expert
LS Retail

Byggðaþróunarfulltrúi í Uppsveitum Árnessýslu
Bláskógabyggð

Gæðastjóri Veitingaþjónustu
Landspítali

Localization & Marketing Manager
Travelshift

Verkefnastjóri
Starfsgreinasamband Íslands

Verkefnastjóri hjá framkvæmda- og tæknideild
Sveitarfélagið Árborg

Tæknilegur vöru- og verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Landspítali

Head of Finance and Control Unit
Financial Mechanism Office (FMO)