
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Sérfræðingur í fasteignaskráningu
Skrifstofa skipulags- og byggingarmála óskar eftir sérfræðingi í skráningu fasteigna til starfa. Um er að ræða spennandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á teymisvinnu, góða þjónustu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirferð á eignaskiptayfirlýsingum og skráningartöflum sem berast með byggingarleyfisumsóknum og afgreiddar eru á fundum byggingarfulltrúa og/eða fundum skipulagsráðs. Um er að ræða grunnupplýsingar sem starfsmaður skráir í gagnagrunn Fasteignaskrár HMS.
- Yfirfer eignaskiptayfirlýsingar og staðfestir fyrir hönd byggingarfulltrúa.
- Yfirferð skráningartafla sem berast með byggingarleyfisumsóknum.
- Stofnun og skráning nýrra lóða og mannvirkja skv. samþykktum í Fasteignaskrá.
- Leiðréttingar og breytingar á skráningu á eldri fasteignum í Fasteignaskrá.
- Eftirfylgni með skráningu byggingarstiga og matsstiga og uppfærslu þeirra í Fasteignaskrá.
- Upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar til opinberra aðila, fagfólks og almennings sem leitar til byggingarfulltrúa vegna fasteignaskráningar.
- Gefur umsagnir til Ráðhússins vegna umsókna um rekstrarleyfi og heilbrigðiseftirlits vegna starfsleyfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tæknimenntun á háskólastigi s.s. byggingarfræði, tæknifræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi.
- Reynsla af gerð eignaskiptayfirlýsinga og/eða skráningartafla.
- Reynsla af vinnu við skráningu mannvirkja og þekking á skráningarforritinu Bygging.
- Metnaður og vilji til að takast á við mismunandi, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
- Skipulagshæfni, nákvæmni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Tölvufærni í notkun á algengum hugbúnaði Word, Excel og Outlook og geta til að tileinka sér notkun nýrra kerfa.
- Íslenskukunnátta B2-C1 skv. samevrópskum matsramma fyrir tungumálakunnáttu.
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiNákvæmniOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Verkstæðismóttaka
KvikkFix

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Deildarstjóri byggingarmála
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Verkefnastjóri skjalavinnslu
Sveitarfélagið Árborg

Deildarstjóri lögfræðideildar
Umhverfis- og skipulagssvið

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Verkefnastjóri
Reykjavíkurborg - Innri endurskoðun og ráðgjöf

Brunahönnuður
EFLA hf

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf