OK
OK
OK

Umbótafulltrúi

OK leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstakling í starf þjónustu- og umbótafulltrúa í skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi.

Starfið hentar einkar vel þjónustuliprum einstaklingum sem hafa áhuga á tækni og eiga auðvelt með samskipti við viðskiptavini. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Starfið snýr annars vegar að utanumhaldi með frábæru teymi framlínustarfsfólks, ásamt umsjón með umbótaverkefnum og árangursmælingum.

Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við alla sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gerð og eftirfylgni vaktaplans og utanumhald með hópi framlínustarfsfólks í samvinnu við forstöðumann
  • Móttaka nýrra starfsmanna og umsjón með þjálfun
  • Forgangsröðun og úthlutun verkefna
  • Skilgreining og eftirlit með árangursmælingum og árangri þjónustu við viðskiptavini
  • Rótargreining á alvarlegum eða ítrekuðum vandamálum
  • Vinnsla greininga um tæknilega framlínuþjónustu og skýrslugerð
  • Vinna tillögur að umbótaverkefnum út frá greiningum í samvinnu við viðskiptavini
  • Umsjón og eftirfylgni umbótaverkefna í samvinnu við viðskiptavini
  • Skilgreining og úrvinnsla frávika
  • Skráning og viðhald ferla og verklagsreglna og leiðbeininga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af störfum í upplýsingatækni er kostur
  • Leiðtogahæfni og reynsla af því að leiða og skipuleggja vinnu teymis
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að vinna í hóp og vera hluti af teymi
  • Jákvætt viðmót
  • Skipulagshæfni
  • Metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar