
S4S Netverslun - Skór.is - AIR.is - Ellingsen.is
Netverslanir S4S eru Skór.is, Air.is, Ellingsen.is og Rafhjólasetur.is.
Netverslanirnar bjóða fjölbreitt úrval af vönduðum skóm, fatnaði, fylgihlutum, útileguvörum og rafhjólum fyrir alla fjölskylduna.
S4S ehf rekur skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt Air verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri og netverslununum Skór.is, Ellingsen.is og Air.is.
Hjá S4S starfa um 180 manns og hefur fyrirtækið margoft hlotið viðurkenningu VR sem fyrirmyndavinnustaður auk þess að hafa verið valið fyrirtæki ársins. Þá hefur S4S fengið viðurkenningu Creditinfo um fyrirmyndarfyrirtæki árlega undanfarin ár.

Starfsmaður í netverslun S4S
Ert þú með framúrskarandi þjónustulund?
Við leitum að skemmtilegum starfsmanni í teymið okkar í Netverslun S4S. Viðkomandi mun hafa umsjón með og sinna þjónustu við viðskiptavini ásamt því að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum í deildinni.
Undir Netverslun S4S falla Skór.is, Air.is, Ellingsen.is, S4SpremiumOutlet.is og rafhjolasetur.is. Í netverslun er haldið utan um síðurnar 5 með stöðugum umbótum hvað varðar virkni og vöruframboð. Einnig er stuðningur við sjöttu síðuna, brp.is. Hjá okkur fara einnig fram myndatökur, pantanir afgreiddar og ýmislegt fleira. Netverslun S4S er staðsett í Smáralind.
Aðilinn sem við leitum að þarf að vinna vel í teymi og geta unnið sjálfstætt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fyrst og fremst að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar í gegnum ýmsar samskiptaleiðir.
- Taka á móti vöruskilum og vöruskiptum (Þ. á. m. að kreditfæra reikninga).
- Yfirfara vefsíður og gera lagfæringar eftir þörfum.
- Tiltekt og frágangur netpantana.
- Móttaka og frágangur á vörum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund
- Framúrskarandi íslenska
- Stundvísi
- Jákvætt hugarfar
- Vera skipulagður/skipulögð
- Sýna frumkvæði í verki
- Vera lausnamiðaður/lausnamiðuð
- Geta sinnt hinum ýmsu verkefnum
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Grunnþekking í Dynamics NAV eða BC er kostur
- Reynsla af vefumsjónarkerfum kostur
- Hæfni til að læra á ný kerfi og forrit
Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur24. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Smáralind
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaAlmenn tæknikunnáttaÁreiðanleikiAðlögunarhæfniDynamics NAVFagmennskaFljót/ur að læraFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniLagerstörfMannleg samskiptiMicrosoft OutlookNákvæmniSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiTextagerðVefumsjónVöruframsetningWindowsÞjónustulundÞolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Líf Kírópraktík leitar að móttökustarfsmanni
Líf Kírópraktík

Starfsmaður í móttöku
Heyrn ehf.

Starfskraftur í verkbókhald og móttöku
Hnit verkfræðistofa

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn

Skrifstofufulltrúi með verkefnisstjórn óskast til starfa hjá skrifstofu stjórnsýslu og gæða
Umhverfis- og skipulagssvið

Sölu og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Sýn

Ert þú samstarfsfélaginn sem við leitum að?
Hekla

Quality Specialist
Controlant

Starfsmaður í Gæludýr.is Smáratorgi - Fullt starf
Waterfront ehf

Vilt þú helgarvinnu í umhverfi þar sem gæði og gleði fara saman?
Polarn O. Pyret

Aðstoðarmanneskja skrifstofustjóra
Norconsult Ísland ehf.

Laust starf í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi við Breiðumýri í Garðabæ
Garðabær