Garðabær
Garðabær
Garðabær

Laust starf í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi við Breiðumýri í Garðabæ

Garðabær auglýsir laust starf við íþróttamiðstöðina á Álftanesi við Breiðumýri.
Í íþróttamiðstöðinni fer fram íþróttakennsla og sundkennsla Álftanesskóla og sundkennsla Urriðaholtsskóla. Líkamsræktarstöðin Gym heilsa er einnig með starfsemi í húsinu.
Um dagvinnustarf er að ræða.
Leitað er að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi til starfa sem þarf að geta tjáð sig í töluðu máli við börn iðkendur og samstarfsfólk.
Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf 1. október 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með iðkendum og gestum íþróttamiðstöðvarinnar, einkum skólabörnum
  • Almenn ræsting í íþróttamiðstöð
  • Ræsting, umhirða og eftirlit í búningsklefum
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Hreint sakavottorð a.m.k. síðustu 5 ár
  • Samskiptahæfni við börn og fullorðna
  • Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Skyndihjálparnámskeið RKÍ (í boði er námskeið)
  • Hæfileiki og vilji til að vinna með öðrum starfsmönnum
  • Áhugi á íþróttum og heilsurækt er æskilegur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur12. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar