

Sölusnillingur óskast í frábært teymi nýrra bíla- framtíðarstarf
Við hjá Heklu leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingi til að starfa með okkur í söludeild nýrra bíla.
Markmið Heklu er að bjóða ávallt framúrskarandi þjónustu og gegna söluráðgjafar okkar þar lykilhlutverki.
Vinnutími er 9-17 mánudaga til fimmtudaga, 9-16:15 á föstudögum og einn laugardagur í mánuði frá 12-16
Um framtíðarstarf er að ræða.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Kynning, ráðgjöf og sala á bílum og aukahlutum
Tilboðsgerð og eftirfylgni
Samskipti við viðskiptavini
Viðhald viðskiptatengsla
Eftirfylgni verkferla
Önnur verkefni
Rík þjónustulund og frumkvæði
Jákvæðni og góð samskiptafærni
Framúrskarandi söluhæfileikar
Þekking og áhugi á bílum
Góð almenn tölvukunnátta
Góð íslensku- og enskukunnátta
Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á frábært mötuneyti. Íþróttastyrk ásamt árlegum heilsufarsmælingum. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins.













